Verður jafnréttisstofa önnur lögregla?

Skilji ég frumvarpið rétt er ætlunin að jafnréttisstofa fái lögregluvald. Það get ég engan veginn samþykkt. Ekki frekar en að mannanafnanefnd fái heimild til að rannsaka hvort að foreldrar kalli börnin sín einhverjum „ónefnum“ eða einhver stofnun geti beitt menn viðurlögum fyrir að tala rangt mál.

Þetta segi ég ekki af því að ég er á móti jafnrétti. Þvert á móti er ég hlynntur því. Hvernig má það vera öðru vísi? Ég á dóttur og sonardætur. Óska þeim sömu réttinda og karlar njóta og þannig á það að vera.

Hins vegar er það ansi mikið að veita stórnsýslunefnd lögregluvald til rannsókna. Væntanlega á hún að geta í kjölfarið fellt áfellisdóm, rétt eins og hún hefur gert. Þetta samrýmist ekki nútíma stjónrsýslu að sami aðili rannsaki og úrskurði. Er ekki lausnin einfaldlega sú að jafnréttisráð kæri til lögreglu meint brot á lögum? 


mbl.is Jafnréttisstofa fái auknar heimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband