Er óþarfi að setja fram skýr markmið?
6.11.2012 | 09:05
Fyrir minn hatt hafa þessi fundarhöld verið óþarflega mikil og ágreiningur mjög takmarkaður, ef nokkur. Það hefur verið deilt mjög um orðalag en enginn efnislegur ágreiningur er, hvorki á milli nefndarmanna né við utanríkisráðherra. Fyrir mér er hefur þessi deila staðið um keisarans skegg, að minnsta kosti á síðari stigum.
Þetta segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í viðtali við Morgunblaðið í morgun. Pólitísk sýn Marðar er einfaldlega sú að nú eigi að hætta umræðum, allir séu hvort eð er sammála. gott ef hann fer ekki að ákæra stjórnarandstöðuna um málþóf sem er nú vinsælasta ávirðingin sem meirihlutinn hefur getað fundið upp.
Lái stjórnarandtöðunni hver sem er en loforð ráðherra ríkisstjórnarinnar hafa ekki reynst pappírsins virði. Þess vegna er mikil ástæða til að fara að orðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem segir í sama viðtali í Mogganum:
Við þurfum bara að segja hlutina eins og þeir eru og vera skýr í þeim kröfum sem við teljum óumsemjanlegar.
„Deilt um keisarans skegg“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.