Ný vefsíða vegna prófkjörsins

Vefsí#18B536Um helgina tókst okkur að ganga frá og opna vefsíðu um framboð mitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna Alþingiskosninganna næsta vor. Hann er á www.sigsig.is, þokkalega stytting á nafni mínu.

Heiðurinn af hönnun síðunnar á Sandra Espersen sem starfar við vef- og auglýsingahönnun hjá auglýsingastofunni Babylon. Síðan er vel og smekklega unnin. Kosturinn er sá að ég get breytt síðunni að vild og það freistast maður til að gera og skemma þannig flotta hönnun.

Á vefsíðunni leitast ég við að kynna mig eins og tilhlýðilegt þykir fyrir frambjóðanda í prófkjöri. Þarna birti ég stefnu mína og kemur þar þeim fátt á óvart sem lesið hafa pistla mína á Moggablogginu. 

IMG_6522 jakkinn

Af mikill færni en um leið nákvæmu miskunnarleysi tók Sandra myndir af mér og valdi síðan þær sem á síðunni birtast. Þar með ein sem var samdóma álitin best. Hún er hér til hægri. Í umsögn meirihlutans segir að því minna sem sjáist í andlit mitt því betra ... Og svo hló meirihlutinn en mér stökk ekki bros á vör - eða þannig. 

Allt fólk er margbreytilegt og þannig er ég. Áhugamálin eru mörg. Frá barnæsku hef ég haft mikinn áhuga á stjórnmálum og sagnfræði. Einnig hef ég mikinn áhug á útiveru og ferðalögum um landið og það hefur leitt til þess að ég er náttúruverndarsinni. Þessu geri ég öllu grein fyrir á framboðssíðunni. Þar er einnig að finna svokallaðar reynslusögur. Þetta eru nokkurs konar gamansögur um það sem ég hef gert, oftar en ekki í ferðalögum á fjöllum.

Það er einlæg von mín að fyrir vikið átti lesendur sig betur á því hver ég er og hvaða stefnu ég hef. Drifkrafturinn í lífi mínu er réttlætiskennd sem byggir á almennri skynsemi og rökhyggju.

Ég hvet Sjálfstæðismenn sem og aðra til að skoða síðuna og láta mig vita um að sem betur má fara. Það má gera með tölvupósti og einnig er í lagi að hringja til mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja, nú ertu kominn út á hálan ís, Sigurður. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki traustvekjandi né trúverðugur fyrir alþýðu þessa lands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2012 kl. 20:23

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

En kæra Anna Sigríðu, ég er nú bara einn aumur maður, hluti af alþýðu þesa lands. Sjálfstæður og engum háður. Vonandi heldur ísinn ... ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.11.2012 kl. 20:50

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, þú ert eflaust hluti af alþýðu þessa lands. Það er bara varasamt að ganga í lið með þeim sem ekki eru hluti af alþýðu þessa lands. Sjálfstæðisflokks-spillingin er ekki sjálfstæð. Sú klíka lifir á mergsoginni og bankarændri alþýðu þessa lands.

Þú verður svo sannarlega að vera óbrjótandi ísjaki, ef þú ætlar að halda þér uppi á ísnum. Gangi þér vel að taka til í þessu samfylkingar-bandalagi Sjálfstæðisflokksins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 11:56

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir góðar óskir, Anna Sigríður. Sjáum til hvað gerist.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.11.2012 kl. 14:01

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Sameinuð stöndum við og sundruð föllum við.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 23:09

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hárrétt, Anna ...!

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.11.2012 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband