Rafmagn til heimabrúks eða útflutnings

Fyrir Steingrím J. Sigfússon, formann VG og atvinnuvegaráðherra, er það algjörlega hættulaust að skrifa undir einhvern greiðviknissamning við Færeyinga um rafmangsstreng milli landanna. Hann veit sem er að verði af því að Íslendingar geti séð af raforku þá verður hann fyrir löngu kominn úr ríkisstjórn. Og þá getur hann með kjafti og klóm gagnrýna virkjanir og rafmagnssölu út úr landinu enda allir búnir að gleyma þessari undirskrift.

Hins vegar má eflaust skoða þau rök sem eru gegn svona sæstreng og rafmagnssölu til Færeyja. Framar öllu eru orkulindir landsins ekki ótæmandi. Þó nú sé aðeins lítill hluti þeirrar orku virkjaður sem möguleikar eru á þá er ljóst að þjóðin mun aldrei samþykkja fulla nýtingu vegna náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða.

Þó tekjur af rafmagnssölu til Færeyja eða annarra Evrópulanda kunni að vera einhverjar verður að skoða hvort nýting raforkunnar hér innanlands skapi ekki meiri atvinnu og sé í heildina ábatasamari. Raforkuframleiðsla sem slík er ekki mannaflsfrekur iðnaður og ekki heldur sú þjónusta að selja raforku í gegnum sæstreng. 

Þjóðin þarf hins vegar að gera það upp við sig hvort raforkan eigi að vera atvinnuskapandi á sama hátt og aðrar auðlindir. Svo geta menn endalaust rökrætt hvort sé gáfulegra að nýta tekur af strengnum til atvinnuuppbyggingar eða lækkunar skatta eða hvort tekjur af rafmagnssölu innanlands geri sama gagn.

Eftir stendur að miðað við núverandi stefnu í orkumálum er vafasamt að næg orka sé til úrflutnings miðað við óbreyttar aðstæður. En það skiptir Steingrím engu máli, hann verður löngu hættur á þingi þegar sæstrengsmálið kemur til álita.


mbl.is Mikill áhugi á sæstreng milli Íslands og Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband