Prentun dagblaða er á undanhaldi

Pappír er á undanhaldi og verður innan nokkurra ára úreltur fyrir dagblöð og tímarit. Netáskrfitir eru það sem koma skal og því fyrr sem útgefendur taka til við að undirbúa lesendur sína undir pappírsleysið þeim mun betra.

Ég er lengi búinn að vera áskrifandi að Morgunblaðinu en hefur í nær tíu ár lesið það eingöngu á netinu. Gæti ekki hugsað mér annað. Fyrir vikið get ég alltaf nálgast blaðið, afhending þess tefst aldrei vegna veðurs og ætti varla að tefjast vegna bilunar í prentsmiðju eða pappírsleysis.

Mér finnst stórkostlegt að lesa um New York Times í frétt Morgunblaðsins, að fleiri áskrifendur séu að netútgáfunni en þeirri prentuðu. Ég veit að þetta er með vilja gert hjá NYT, það er stórblað sem býður upp á vandaðar fréttir. USA Today er hins vegar skyndibiti, fólk kaupir það á hraðferð, les á leiðinni og hendir svo á áfangastað. Þar af leiðandi er ekki markaður fyrir netútgáfuna.

Ég spáði því fyrir nokkrum árum að Morgunblaðið myndi feta sig inn á braut netútgáfuna. Spáin hefur gengið eftir. Nú býður blaðið áskrifendum sínum upp á kjarakaup í iPad og eftir nokkur ár verður meirihluti áskrifendanna kominn á netið nema því aðeins að Mogginn vilji hraða þróuninni og leggja hreinlega niður prentútgáfuna. 

Held að innan tíu ára verði prentun á dagblöðum orðin úrelt og tæknin til aflestrar á netúgáfum gjörbreytt frá því sem nú er - auðvitað til hins betra. 


mbl.is Sífellt fleiri lesa blöð á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Ég er sammála þér með þetta. Blöðin sem fólk vill lesa og eru vönd að virðingu sinna fara á netið, en sorpið situr líklegast eftir á pappírnum. Morgunblaðið les ég á netinu, en kem Dagblaðinu straks í ruslið hvar sem ég rekst á þann ófögnuð.

K.H.S., 30.10.2012 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband