Eru skattsvik orsök eða afleiðing?
25.10.2012 | 13:05
Meinið eru ekki skattsvik eða svört atvinnustarfsemi. Þettu eru afleiðingar en ekki orsök. Á þessu tvennu þurfa stjórnmálamenn að átta sig. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og fomarður Samfylkingarinnar, virðist ekki skilja þetta.
Grundavallaratriðið er að gera skattsvik og svarta atvinnustarfsemi óhagstæða. Það er einfaldlega gert með skattalækkunum og að efla atvinnulífið.
Fæstir nenna að svindla á skattinum fyrir nokkrar krónur. Það horfir allt annað við þegar skattheima ríkisins er orðin svo mikil að það borgar sig að vinna án svart.
Fólk er almennt heiðarlegt. Hafi stjórnmálamenn aðra viðmiðun þá er komin góð ástæða til að losa sig við þá hina sömu. Fólk greiðir skatta sína. Hins vegar er einhvers staðar þröskuldur. Þegar of stór hluti tekna fer í skatta og viðkomandi á þar af leiðandi erfitt með að framfleyta sér og sínum þá er kominn möguleiki á skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi.
Hin norræna velferðarstjórn á Íslandi hefur skapað skilyrði fyrir svindlið. Hún er því meðsek.
Vill fjölga í skattaeftirlitinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.