Starf ehf sýnir atvinnulausum óvirðingu
24.10.2012 | 11:56
Vinsælir frasar eins og vinnumarkaðsúrræði, þjónusta við þig, við þjónustum þig eru vinælir hjá nýstofnuðu fyrirtæki sem ASÍ og Samtök atvinnulífisins standa fyrir enda er miðað þjónustu við þá sem eru atvinnulausir.
Umhyggja þessa fyrirtækis fyrir atvinnulausa er svo mikil að þeir eru þvingaðir með valdi til að sækja námskeið sem þeir hafa enga þörf fyrir. Þjónustulundin er svo rík að enginn sleppur. Ekki frekar en gamla konan sem skátinn hjálpaði yfir götuna þó svo að hún væri á allt annarri leið ...
Staðreyndin er sú að fyrir flesta er það hreinasta hörmungarlíf að verða atvinnulaus. Enginn velur sér slíka stöðu. Þess vegna er það hræðilegt fyrir þann atvinnulausa að láta tuska sig til rétt eins og enginn sé rökhugsunin, engin sjálfsbjargarviðleitni eða viðkomandi liggi daglangt grátandi í rúmi sinu.
Daglega eru sendu út bréf til atvinnulausra og þeim gert að sækja námskeið, fjögurra daga námskeið, þrír tímar í senn. Fyrir marga sem ekki kunna að gera ferilskrá, sækja um störf, leita að vinnu, kunna svona námskeið að vera til góðs.
Það er hins vegar með öllu óhæft að þvinga fullorðið fólk, án tillits til menntunar, þekkingar og reynslu, til að mæta á námskeið sem ætlað er öllum. Þar með er ekki tekið tillit til þarfa eða óska einstaklingsins heldur gert ráð fyrir að aðstæður allra séu hinar sömu. Þetta er algjörlega óásættanlegt og í raun frekar hugsunarlaus svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Fjölmargir þurfa ekkert á svona námskeiði að halda. Þetta er rétt eins og að krefjast þess að allir taki þátt í stærðfræðinámskeiði eða ökunámi, skiptir engu þó sá atvinnulausi sé stærðfræðingur eða ökukennari.
Námskeið er ekki einhvers konar töfraorð þar sem má nota í þeirri vona að einhver hafi gagn af einhverju einhvern tímann undir vissum kringumstæðum, kannski ... ef ... Aldrei er hægt að bjóða upp á úrræði sem henta öllum, það er einfaldlega útilokað.
Þeir sem gera athugasemd við að þurfa að sækja svona námskeið eru af starfsfólki Starfs ehf. álitnir kverúlantar sem ekkert gott kunna að meta, vita ekki hvað er best fyrir þá.
Talað er niður til þeirra rétt eins og þeir séu börn og bullað um að enginn hafi nú neitt slæmt af því að sinna vinnuleit í tvo til þrjá tíma á dag ...
Undirliggjandi meiningin er hins vegar þessi: Ef þú mætir ekki á fína námskeiðið okkar, óbermið þitt, þá færðu ekki hinar rausnarlegu atvinnuleysisbætur. Við sjáum til þess. Bíddu bara.
Og sá atvinnulausi sér sitt ofvænna, beygir bak sitt er hann heyrir í svipunni og hrökklast í burtu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Athugasemdir
Íslendingar munu sjá mikið af svona skriffinnskuúrræðum á atvinnuleysi á næstu árum. Lítið ef nokkuð kemur úr þessum lausnum. Með þessu friða stjórnmálamenn samviskuna, en þeir atvinnulausu fá hins vegar ekki neina vinnu. Þeir sem opna fyrirtæki fyrir námskeiðhald græða örugglega á tá og fingri og skapa nokkrar stöður.
Oft er hæft fólk atvinnulaust meðan algjörir aular sitja í góðum stöðum. Það ætti miklu frekar að setja fólk með vinnu á námskeið til að sjá hvort það stendur sig og mætir þeim kröfum sem gerðar eru til þess.
Annars mæli ég með því að allt atvinnulaust fólk yfir fertugu sameinist í þrýstihópsfylkingu, því það er sá hópur sem mun fá verstu útreiðina í kreppunni. Það er alltaf verið að bjarga unga fólkinu enda ungdómsdýrkunin ein af ástæðunum fyrir kreppunni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.10.2012 kl. 12:35
Þrælahald að pína fólk í það sem það vill ekki. Og ég skil ekki heldur af hverju fólk á skrá vmst, má ekki fara til útlanda án þess að tilkynna sig eins og fangi á skylorði ??? Við erum í EES og flestir ef ekki nánast allir, leita að vinnu á netinu, og það er líka í útlöndum. Þýðir það ekki frjálst flæði fólks og fjármagns ???
Fyrirhygjusemin er of langt gengin. Hvenær verður radar festur við ökkla þeirra sem eru á vmst greiðslum ???? Væri það ekki hreinlegra og ódýrara en að skikka fólk á rándýr námskeið ? Og víst það er gert, skil ég ekki why vmst er ekki gert skylt um leið að borga ALLAN ferðakostnað, um lengir eða skemri veg. Fólk fær ekki nóg fyirr strætó eða bensíni. Man ég las um mann úti á landi sem sagði frá að ahn var neyddur til að keyra ca. 2 klt.hverja ferð til að fara á námskeið, annars hótun um að höggva á greiðlsur til hans.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.