Meðaltekjur verði skattfrjálsar
24.10.2012 | 10:11
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru meðallaun á mánuði 469 þúsund krónur á síðasta ári. Markmið nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja tekjuskattfrelsi meðaltekna. Þegar átta krónur af hverjum tíu sem ríkið fær af tekjuskatti renna til greiðslu vaxta er svigrúmið augljóst. Forsendan er lækkun skulda m.a. með sölu ríkiseigna og að söluverð þeirra renni ekki í botnlausa ríkishítina heldur til launamanna. Eftir sem áður mun ríkissjóður fá umtalsvert í sinn hlut í formi tekjuskatts þeirra sem eru yfir meðallaunum. Það sem meira er, óbeinar tekjur ríkisins (virðisaukaskattur, tollar o.s.frv.) munu hækka verulega.Til að þetta verði að veruleika þarf aðeins pólitískan kjark, festu í ríkisfjármálum og nýja ríkisstjórn með skýra sýn til framtíðar.
Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið í morgun og er ofangreind tilvitnun úr henni. Ástæða er til að hvetja áhugafólk um stjórnmál til að lesa greinina enda hefur Óli Björn þann ágæta hæfileika að geta hugsað út fyrir hinn ímyndaða ramma sem svo margir stjórnmálamenn eru fastir í.
Hann vill til dæmis að ný ríkisstjórn selji lífeyrissjóðunum helmingshlut í Landsvirkjun á móti ríkissjóði. Með því móti er hægt að fjármagna greiðslu skulda ríkissjóðs sem er 774 milljarðar króna eða um 9,7 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu samkvæmt greininni.
Þar af leiðandi getur Óli Björn fullyrt að við lækkun skulda ríkisins myndast slaki sem hægt er að nýta til að gafnema tekjuskatt af meðaltekjum almenns launafólks í agöngum á nokkrum árum.
Þetta er verkefni Sjálfstæðisflokkurinn á að skoða nánar. Aðrir munu ekki gera það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.