Opnuðum kosningaskrifstofu vegna prófkjörsins

Frambod

Þeim ánægjulega áfanga hefur nú verið náð að ég er opinberlega orðinn frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna næstu alþingiskosninganna.

Föstudaginn 19. október fórum við í Valhöll og afhentum Jónmundi Guðmarssyni, framkvæmdastjóra flokksins, yfirlýsingu um framboð og lista yfir 25 flokksmenn í Reykjavík sem styðja framboðið.

Alveg ótrúlega vel gekk að safna stuðningi og náðist það í raun og veru á þremur dögum. Það þótti mér vel unnið.

Á meðfylgjandi mynd eru Jónmundur, framkvæmdastjóri, frambjóðandinn og Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem stýrir kosningaskrifstofu framboðsins. Myndina tók Kristinn G. Atlason.

Og nú hefur öðrum áfanga til viðbótar hefur líka verið náð í framboðinu. Hann er sá að ég hef í samvinnu við stuðningsmenn mína opnað kosningaskrifstofu að Laugavegi 7. Hún er á fjórðu hæð og þaðan er víðsýnt yfir borgina. Af skrifstofunni sést ágætlega til Esju sem mér þykir nokkuð varið í enda spáir maður jafnan í veður og veðurhorfur með því að líta til hennar.

Eðli máls samkvæmt verður unnið að framboði mínu á kosningaskrifstofunni og þar er auðvitað opið hús daglega frá klukkan níu til fjögur. Ég hvet þá sem vilja leggja framboðinu lið að koma og hitta mig og aðra. Ef betur hentar að koma að kvöldlagi þá er það sjálfsagt. Eftir því sem nær dregur prófkjörinu þann 24. nóvember verðum við meira á kvöldin á kosningaskrifstofunni.

Stuðningsmenn á yfirlýsingu framboðsins eru þessir í þeirri röð sem þeir skrifuðu nöfn sín: 

  1. Grétar Sigfinnur SigurðssonLaugavegur NV
  2. Helga Sveinsdóttir
  3. Lovísa Sigurðardóttir
  4. Björg Helgadóttir
  5. Soffia Sigurðardóttir
  6. Úlla Káradóttir
  7. Þuríður Benediktsdóttir
  8. Berta Snædal
  9. Kári Tyrfingsson
  10. Kári Snædal
  11. Arnar Snædal
  12. Tyrfingur Kárason
  13. Gunnlaugur Snædal
  14. Soffía KáradóttirIMG_0600 - Version 2
  15. Ívar Pálsson
  16. Gerður Thoroddsen
  17. Sigurður Arnljótsson
  18. Haukur Þór Hauksson
  19. Ásta Möller
  20. Sonja Arnarsdóttir
  21. Viktor B. Arnarsson
  22. Bergþóra Kristín Grétarsdóttir
  23. Dögg Pálsdóttir
  24. Ingvar Víkingsson
  25. Sveinn Sigfinnsson
Til gamans má geta þess að þrettán konur skrifuð undir og tólf karlar. Það var svo sem ekki með vilja gert að hafa þetta svona jafnt á milli kynja, þetta bara gerðist. Og þannig á þetta auðvitað að vera í daglegu lífi, jafnrétti kynjana á að vera sem mest.

Mynirnar hægra megin voru teknar af þakinu á Laugavegi 7, sólarlag í norðvestri og horft niður Laugaveginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband