Uppspuni í frétt Ríkisútvarpsins um þjóðareign

Langflestir sögðu já við spurningu tvö, hvort í nýrri stjórnarskrá eigi náttúruauðlindir að vera þjóðareign, séu þær ekki þegar í einkaeign. Þetta vilja 18.425 í Reykjavík norður, 2.205 eru andvígir þessu. 1.912 stendur á sama, og merktu því ekki við þessa spurningu.

Ofangreint er úr frétt ruv.is (Fyrst birt: 21.10.2012 23:15, Síðast uppfært: 22.10.2012 00:10).

Með hvaða rökum getur fréttamaður haldið því fram að þeir sem sleppa að svara þessari spurningu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnarskrárráðs „standi á sama“ ...? Hann getur það einfaldleg ekki og því er þessi hluti fréttarinnar uppspuni.

Þeim til fróðleiks sem ekki átta sig á hversu alvarleg þessi túlkun er skal hér komið með átta skýringar á því hvers vegna kjósendur taka þarna ekki afstöðu:

  1. Þeir vilja vera hlutlausir 
  2. Þeir hafa þann skilning að orðið „þjóðareign“ sé lögformlega ekki til
  3. Þeir skilja ekki spurninguna
  4. Þeir hafa ekki áhuga á málefninu
  5. Þeir gleymdu að svara
  6. Þeim finnst spurningin ekki áhugaverð í stjórnarskrá
  7. Þeim stendur á sama
  8. Og fleiri og fleiri skýringar má nefna

Fréttamaður getur hins vegar ekki alhæft á þann hátt sem hann gerir og ætti raunar að fá tiltal fyrir viðvikið.

Svo er það annað mál að það fer aldrei vel á að byrja setningu á tölustöfum. Sá sem það gerir hefur ekki tekið eftir í íslenskutímum í skóla og ætti þar af leiðandi að fá síðbúna tilsögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi spurning á handvöldum spurningalista þræl-flokkspóitískrar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vinstri stjórnarinnar, sem vildi fyrir hvern mun EKKI, að þjóðin yrði spurð, hvort hún vildi fullveldisframsalsheimild í stjórnarskrá (!!!), var alveg dæmalaust einföld og heimskuleg og ólógísk fram úr hófi.

Það var talsvert um það rætt, að hugtakið "þjóðareign" væri óljóst, en hvað merkir hugtakið "einkaeign" þarna?

Eru eignir hreppanna einkaeign?!

Svarið er NEI.

En ef lýsa á "náttúruauðlindir ... þjóðareign, séu þær ekki þegar í einkaeign," ætla þeir þá að gera eignir hreppanna og aðrar sameignir upptækar?

Jón Valur Jensson, 22.10.2012 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband