Hvað er nú gott betra eða best?

Við hverja á Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri græna og atvinnuvegaráðherra, við þegar hann segir að einhverjir aðilar hafi reynt „að draga úr vægi þessara kosninga í umræðunni að aðdraganda þeirra en það hefur greinilega mistekist“?

Ekki varð það Sjálfstæðisflokkurinn en formaður hans sendi flokksmönnum bréf og hvatti þá til að taka þátt. Formaður Framsóknarflokksins tók í sama streng.

Eini flokksformaðurinn sem ekki hvatt fólk til að kjósa var formaður Vinstri grænna. Hann neitaði einnig að gefa upp hvað hann ætlaði sjálfur að kjósa. Hreytti því út úr sér með hundshaus að þetta væru leynilegar kosningar. Rétt eins og menn vissu það ekki.

Svo er það spurningin hvað er góð kosningaþátttaka. Sé tæplega 50% þátttaka í kosningum góð má telja að 63% þátttaka sé afar góð en það er hlutfall þeirra kjósenda sem kusu í fyrri Icesave kosningunum.  Í þeim síðari var kosningaþátttakan 75% sem hlýtur samkvæmt formerkjum Steingríms að vera voða, voða góð eða jafnvel best.

Þegar kosið var til stjórnlagaþings var kosningaþátttakan aðeinns 35%. Það hlýtur að vera obbboðslega lélegt.

Steingrímur kann að koma sér fyrir í skotgröfunum og þangað er hann nú kominn aftur. Eiginlega væri það gustukaverk að moka yfir karlkvölina þar sem hann liggur og ætlar að skjóta. 


mbl.is Þjóðin tók tækifæri sitt alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband