Björn Valur að ná sér í sálinni

Hvað sagði Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum formaður þingflokksins, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave samninginn sem var 9. apríl 2010? Jú þetta hrökk í bloggsíðuna hans undir fyrirsögninni „Þjóðarviljinn er skýr“:

Niðurstaða kosninga er yfirlýsing um þjóðarvilja. Þannig ber þjóð hverju sinni ábyrgð á afleiðingum kosninga. Þjóð fær því alltaf það sem hún á skilið í kosningum.

Og hvað sagði hann núna eftir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs:

Í stuttu máli má segja að niðurstaða kosninganna í gær hafi verið sú að þjóðin lætur ekki sjálfstæðisflokkinn segja sér fyrir verkum. 

Það er gott. 

Það má maðurinn eiga að hann er stuttorður. Í dag ræður hann sér ekki fyrir fögnuði og telur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið halloka. Þetta er í áttina að þeim skotgrafarhernaði sem Vinstri grænir og stór hluti Samfylkingarinnar vill vera í. Þeir um það.

Staðan í dag vekur auðvitað hlátur. Í þrígang hefur ríkisstjórnin verið flengd, ekki látið ríkisstjórnarflokkana segja sér fyrir verkum. Þá staðreynd reynir Björn Valur að fela. En núna heldur hann því blákalt fram að tapið sé Sjálfstæðisflokksins. Gott að Birni líði betur í sálinni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Björn Valur er ekki óvanur því að bíta sjálfan sig í rassgatið.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 21.10.2012 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband