Stjórnarskrá á ađ setja í sátt viđ ţjóđina
19.10.2012 | 13:56
Hún nefnist opinberlega ráđgefandi ţjóđaratkvćđagreiđsla og sagt er í bćklingnum sem dreift var inn á hvert heimili ađ niđurstöđurnar séu ekki lagalega bindandi fyrir Alţingi. Hvort tveggja ţurfum viđ ađ muna.
Hér er ekki um ađ rćđa ţjóđaratkvćđagreiđslu á borđ viđ Icesave. Ţađ er einnig alvarleg hagrćđing á sannleikanum sem fram kemur í leiđara Fréttablađsins í dag:
Nei viđ fyrstu spurningunni ţýđir ađ stjórnarskrármáliđ er sent aftur á upphafsreit, eđa aftur fyrir upphafsreit; vinna stjórnlagaráđs sett til hliđar og endursamning nýrrar stjórnarskrár send inn í óráđna framtíđ og ađ öllum líkindum í sama eđa svipađan farveg og veriđ hefur mörg undanfarin ár.
Ţetta er andstyggilega sagt og beinist eingöngu ađ koma ţví inn hjá lesendum ađ stjórnarskráin hafi veriđ óbreytt frá 1944. Ţađ er rangt. Henni hefur ótal sinnum veriđ breytt ţó í heildina hafi hún gefist vel. Ţađ er hins vegar engin ástćđa til ţess ađ fólk samţykki eitthvađ fljótheitum og ţetta tćkifćri gefist ekki aftur. Ţeir sem halda ţessu fram eru ađ skrökva. Stjórnarskrármáliđ hefur rofiđ friđinn í ţjóđfélaginu og ţannig eigum viđ ekki ađ breyta stjórnarskránni.
Ástćđan fyrir ţví ađ viđ sem nú viljum segja NEI í ţessari atkvćđagreiđslu eru einfaldlega ţau orđ er sú ađ ţađ er svo ótalmargt óljóst í tillögum stjórnlagaráđs. Ţó ekki sé dregin í efa áhugi og vilji ráđsins til ađ láta gott af sér leiđa vekur ţađ athygli ađ laganefnd sem ţingiđ skipađi um skođun á tillögunum á ekki ađ skila niđurstöđum fyrr en síđar í mánuđinum.
Ţađ vekur líka athygli hversu aukaspurningarnar eru einhliđa og taka ekki á ţeim raunverulegu álitamálum í ţjóđfélaginu. Til dćmis eru ákvćđin um stöđu forsetans gjörsamlega út í hött. Af hverju var ekki spurt um ţađ hvort Íslendingar vilja yfir höfuđ hafa forseta eđa takmarka vald hans eđa auka viđ?
Hvers vegna er ekki spurt um fullveldi Íslands? Ţess í stađ er óljósa hugtakinu ţjóđareign gert hátt undir höfđi og spurt um ţađ á leiđandi hátt. Hefđi nú ekki veriđ skynsamlegra í ljósi ađstćđna ađ spyrja ţjóđina hvort hún vildi gefa eftir hluta eđa allt fullveldi ríkisins til alţjóđlegra stofnana eins og ESB?
Eins og má sjá af ofangreindu, sem og hugsanlegum mótrökum, er engin samstađa um ađ tillögur stjórnlagaráđs verđi grunnur ađ nýrri stjórnarskrá.
Ţess vegna er betra ađ segja NEI núna og vinna síđan ađ stjórnarskrárbreytingum í sátt viđ sem flesta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.