Afsakið - hlé
16.10.2012 | 10:34
Svona vinnur ríkisstjórnin og meirihluti hennar á Alþingi. Alveg fannst þeim það brilljant að hljóðrita ríkisstjórnarfundi, gott ef ekki var talað um að taka þá upp í mynd, helst þrívídd. Eftir að hafa verið í tæp fjögur á í ríkisstjórn eru nú einhverjar vomur komnar á hina norrænu velferðastjórn sem leggur ofuráherslu á opna stjórnsýslu eins og dæmin sanna.
Eftirfarandi samtal ku hafa farið fram í fundarherbergi stjórnarráðsins, tekið upp á gamalt segulbandstæki sem hent var í fyrradag, fannst og síðan selt í Góða hirðinum fyrir slikk:
Hún: Nei, við skulum bara hætta við upptökurnar. Það er tæknilegur vandi á framkvæmdinni. Frestum þessu bara þangað til Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í ríkisstjórn, það væri gott á hann.
Hann: Í staðinn skulum við bara setja inn ákvæði um ítarlegri færslu fundargerða.
Hún: Já, alveg stórsnjöll aðferð. Þá tekur enginn eftir að við höfum hætt við þessar árans myndatökur.
Hann: En hvernig eigum við að segja frá þessu?
Hún: Ekkert mál, gerum bara eins og þeir hjá Sjóbartinu. Setjum bara upp skilti úti á grasinu og á því stendur Afsakið - hlé ...
Hann: He, he, he ...
Hætt verði við að hljóðrita fundina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins verður það með "upplýsingasamfélagið" og "allt uppá borðunum".
Þetta er allt gott að gera SEINNA.
Óskar Guðmundsson, 16.10.2012 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.