Löngu vitað að gígurinn var ekki eftir loftstein
15.10.2012 | 09:17
Í júlí síðastliðinn ræddi ég á bloggsíðu minni talsvert um þennan gíg. Ég hafði í fórum mínum rekist á mynd af gígnum en hana hafði ég tekið á flugi yfir svæðinu fyrir þrjátíu árum. Sú var ástæðan fyrir því að ég fór að fjalla um gíginn. Endaði með því að ganga á svæðið í byrjun júlí sumar og skoða þetta skemmtilega fyrirbrigði í náttúrunni.
Ég ræddi við jarðfræðing sem vísaði mér á að Hjalta Franson, jarðfræðingur hefði kortlagt svæðið og skrifað um það doktorsritgerð sína. Hjalti var ekki á þeirri skoðun að þetta væri gígur eftir loftstein. Þurfti frekari rannsókna við?
Ég tel víst að Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hafi fengið upplýsingar um þennan gíg í skrifum mínum. Hann getur þess þó einskis og ekki heldur Hjalta jarðfræðings sem þó hefur manna mest rannsakað svæðið. Þetta skiptir þó litlu máli en þó varpar það aðeins ljósi á manninn Harald sem mikið hefur verið lofaður, meðal annars í pistlum á þessu bloggi.
Haraldur fer á staðinn og kemur til baka og fullyrðir að gígurinn sé ekki eftir loftstein eins og hann hafi þó vonast eftir. Ferðina hefði hann mátt spara sér því Hjalti Franson hafði greint gíginn löngu áður. En vegna vinskapar Haraldar og hins frábæra ljósmyndara Ragnars Axelssonar var hægt að búa til tilgangslausa frétt sem miðaði að engu öðru en að ýkja hlut Haraldar úr engu yfir í eitthvað aldeilis mikið. Ekkert nýtt kemur fram í orðum Haraldar, bara tal sem miðast að því að upphefja hann sjálfan. Hins vegar má lofa myndir Ragnars af gígnum.
Hið eina sem situr eftir í huga mér er hvers vegna gígurinn er svona greinilegur þrátt fyrir að ekkert annað sjáist annars staðar. Þarna er sagt að ísaldarjökullinn hafi rofið landið en skilið þó eftir gíginn. Umhverfið er líka móberg en ekki gígurinn.
Sjá nánar umfjöllun um gíginn hér.
Ekki gígur eftir loftstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Garðar Hólm Nútímans?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2012 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.