Hefur Jón Baldvin misst vitið?
12.10.2012 | 15:19
Af hverju segja menn ósatt? Eftir miklar rannsóknir situr aðeins ein kenning eftir, menn segja ósatt af því að þeir geta það ... svo einfalt er'ða.
Ég hef stundum skrifað um Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum þingmaður, ráðherra, sendiherra og margt meira. Fátt leiðist mér meira enda hefur aldrei neitt gott og blessað komið frá honum. Hins vegar finnst mér þörf á því að tjá mig um það sem hann segir í þeirri veiku von að honum mæti eitthvað annað en bergmálið af eigin óhróðri.
Jón Baldvin er mikið niðri fyrir í grein sem hann segist hafa sent stórblaðinu Wall Street Journal vegna leiðara blaðsins um kvótakerfið á Íslandi. Í greininni eru Íslendingar hvattir til að hreyfa ekki við kvótakerfinu. Ég er ekki áskrifandi að WSJ og treysti hér á endursögn pressan.is sem segir um þessa grein:
Leiðarahöfundurinn bendir á að sterk staða sjávarútvegsins á Íslandi sé ein helsta ástæða þess að endurreisn íslensks efnahagslífs gangi jafn hratt fyrir sig og raun ber vitni. Því megi teljast einkennilegt að ríkisstjórnin hafi það að markmiði að grafa undan kvótakerfinu sem reynst hafi svo vel. Hún hafi sett fram frumvarp sem koma eigi í veg fyrir viðskipti með aflaheimildir og að sífellt stærri hlutur kvótans verði úthlutað eftir pólitískum leiðum.
Jón Baldvin tekur allt annan pól í hæðina og segir í bréfi sínu til blaðsins (feitletranir eru mínar):
The raging debate is about the hitherto corrupt practice of conservative politicians of handing out those privileges to a favoured few to the exclusion of everybody else in return for financial and political support. We are talking about billions of euros annually in give-aways by the state. This sort of political favouritism is known elsewhere under the name of crony capitalism. It is beyond doubt in breach of the basic principles of equality before the law and freedom of employment, protected under our constitution. This is in fact a case of blatant political corruption, contrary to accepted norms of market competition, which the state should uphold.
Maðurinn er hreinlega orðinn galinn, misst vitið. Samkvæm ofangreindu er enn verið að úthluta forréttindum í kvóta og á móti kemur gjöf til gjalda. Allir vita að þetta er ekki svona. Úthlutun kvóta hverju sinni er ekki byggð hugdettum einhverra íhaldsmanna. Þannig hefur það verið gert frá upphafi og aldrei neinar deilur um úthlutina sjálfa. Hins vegar hafa sumir sófaspekingar deilt á aðferðina en aldrei komið með neitt í staðinn sem dugar.
Jón Baldvin sat í ríkisstjórn, ekki löngu eftir að kvótinn var settur á. Aldrei datt honum í hug að leggja til breytingar. Það var ekki fyrr enn af kallinum rann og hann hætti á þingi að hann fór að rægja gamla samstarfsmenn og berjast fyrir því sem hann hafði áður engan áhuga á. Verst er þó að með orðum sínum vegur hann að heiðri fjölda manns sem starfa í stjórnsýsllun að úthlutun kvótans en honum er alveg sama því framar öllu vill hann koma höggi á íhaldið, helst með lygum.
Jóni Baldvini dettur ekki í hug að gæta að orðum vandaðra manna eins og til dæmis Ragnars Árnasonar, prófessors við Hálskóla Íslands sem segir í gær í viðtali við Morgunblaðið:
Stór hluti af auknum tekjum í sjávarútvegi fer í fjárfestingar og nú um mundir eru þetta ansi háar upphæðir á mælikvarða þjóðhagsstærða eða um 50-80 milljarðar. Þetta er mikil viðbót við fjárfestingagetu þjóðarinnar og mun auka við hagvöxt til lengri tíma þar sem þetta er upphæð sem fellur til á hverju ári. Hér ber þó að athuga að þessar upphæðir miða við óbreytt kerfi en róttækar kerfisbreytingar eru mjög líklegar til þess að hafa áhrif á þessa mynd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það er tölverður tími síðan Jón Baldvin missti vitið..
Vilhjálmur Stefánsson, 12.10.2012 kl. 16:24
Hefur hann einhvern tíman haft vit?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 12.10.2012 kl. 16:39
Sæll Sigurður. Þú talar um galinn mann og lygara í þessari grein en hefur þú íhugað að lesa þær greinar sem einhver mesti sögufalsari íslandssögunar hefur skrifað eftir að hann settist í stól ristjóra moggans í Hádegismóum?
Það er alltaf auðvelt að sjá flísina í augum annara en ekki bjálkann í eigin auga.
Jack Daniel's, 12.10.2012 kl. 17:32
Það réttlætir ekki þann galna þótt þú teljir þig vita um einhvern annan. Bara ti að fyrirbyggja allan misskilning þá tel ég ritstjóra Morgunblaðsins síst af öllu sekan um það sem þú fullyrðir.l
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.10.2012 kl. 17:36
Fullur og viti sínu fjær. Sorglegt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.10.2012 kl. 18:01
Sýnir þetta ekki að menn brenna snemma upp þarna á þingi. Einhver sagði við mig í dag að menn ættu ekki að vera lengur en þrjú kjörtímabil. Ég bæti við að ráðherrar ættu ekki að vera lengur en tvö. Ég þekki til Hannibalanna frá því að þeir stoppuðu fiskvinnslu hjá Langafa en gamli Hannibal kom af stað fyrsta verkfalli í sögu Íslands og Langafi átti að hafa sagt við Hannibal ''Á hverju á fólkið að lifa'' en það var allir á reikning hjá honum svo hann varð að halda uppi öllu þorpinu.
Valdimar Samúelsson, 12.10.2012 kl. 18:18
Jón lýgur alltaf við hentugleika. Ég ég hélt að hann væri nú búinn að ljúga sig alveg út í horn, en maður kemst víst langt með lyginni, eins og núverandi ríkisstjórn hefur sýnt almenningi svart á hvítu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.10.2012 kl. 18:19
Maðurinn er gegnglær af ósannindum, kannski það sem kallast´pathological liar´ (rökleysan hans minnir mest á hjal Ómars Kristjánssonar). Og mér er sama þó ég segi það opinberlega. Sigurður Líndal, lagaprófessor, hikaði ekki við benda á ósannindin í Jóni og hefur eftir honum:
SIGURÐUR LÍNDAL: Íslendingar lögbrjótar, samningssvikarar ... - Pressan.is
Sigurður Líndal skrifaði líka um Jón:
Jón Baldvin segir að við ættum að reyna að setja okkur í spor deiluaðilans og spyr hvort við hefðum „tekið því þegjandi og hljóðalaust, ef erlendur banki hefði boðið okkur upp á svona trakteringar? Vísað á tóman sjóð og langsóttar lögskýringar til að réttlæta ránið.“
SIGURÐUR LÍNDAL: ÚR ÞRASHEIMI STJÓRNMÁLAMANNS.
Elle_, 12.10.2012 kl. 19:55
"crony capitalism" lýsir minni tilfinningu ágætlega. Eigi Jón Baldvin þökk fyrir að koma henni á framfæri fyrir mig.
Reynir Jónsson, 12.10.2012 kl. 23:21
Boris norðursins eins og diplomatar kölluðu blindfullan utanríkiráðherra
Íslendinga þá er um hann þurfti að fjalla eða velta um.
Órar fyllibittunnar gengu svo langt að hann sá óvini sína í hverju horni
og var viss um að einhver ókunn öfl hleruðu síma sinn.
Viðeyjarstjórninni leið undir lok mest vegna orðspors og hegðunarvanda Jóns .
Jón gekk svo langt að eigna sér viðurkenningu á fullveldi eins af Eystrasaltsríkjunum, eitthvað sem hann var algjörlega á móti og barðist gegn í fyrstu. Fór svo og tók móti þökkunum.
Hélt hann hefði vit á að halda kjafti og skríða með veggjum eftir að frænka eiginkonu hans upplýsti um kynferðislega veiklund hans ofaná drykkjusýkina.
Hef alltaf haft óbeit á Jóni síðan hann sveik Vilmund um árið og rændi af honum blaðaútgáfunni og byrjaði svo með stolinni útgáfu eigin ágætisáróður.
Merkilegt hvað nánustu ættingjar svona manna ríghalda í drauminn eða tálsýnina um ágæti þeirra og eru reiðubúin að gera til að tálsýnin haldi áfram.
Hann gerði best sér og sínum að halda til fjalla.
K.H.S., 13.10.2012 kl. 05:56
Þetta er mjög ómakleg og ómerkileg árás á Jón Baldvin. Nú hef ég aðeins lesið þetta blogg og læt mér nægja að gera athugasemdir út frá því. Tökum nýlegt dæmi um Jón Bjarnason sem úthlutaði makrík til nokkurra útgerða en sú úthlutun olli miklum deilum meðal útgerðarmanna. Nokkrar útgerðir höfðu unnið þróunarstarf en nutu þess í engu. Aðalmálið er reyndar að úthlutinin var ókeypis eins og upphaflega úthlutunin 1984. Fáránleiki er sá að Samherji vær ókeypis kvóta hér en kaupir makríkkvóta í Færeyjum. Upphafleg úthlutun var ókeypis og byggð á umdeildri veiðireynslu. Síðan hafa allar veiðiheimildir skipt um eigendur(les kennitölur) að sögn Líu. Milljarðar af arði sjávarútvegsins hafa verið fluttir úr greininni og farið hefur verið þessa fjáreigni sem einkaeign. Heildarúthlutun er ákveðin af sjárútvegsráðherra að tillögu hafró eins og allir vita. Allir vita um brottkast. Allir vita um löndum framhjá vikt. Allir vita um ranga skráningar. Allir vita um útgerðir sem eru í reynd svört atvinnu starfssemi. Það er merkilegt að Ragnar Árnason skuli hafa skilið að fjárffestingar eru í sjávarútvegi( og engdum greinum).Hingað til hefur verið grenjað út af lamandi stefnu ríkistjórnarinnar.Undanarin ár hafa útgerðir greitt skuldir mjög hratt niður. Sumar hafa stundað stórtækar fjárfestingar : Brim keypti stórt skip, Ísfélagið keypti skip á 5 milljarða, Síldarvinnslan keypti BH í Eyjum, en upptalningin er ekki tæmandi.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 12:03
Ef Jón Baldvin væri eina vandamálið, þá væri ekki flókið að leysa vandann.
Því miður gleymist stundum að nefna alla hina, sem notað hafa svikavinnubrögð, og siðvit-leysi upp í gegnum áratugina.
Það er farsælast að hafa jafn-réttlætið að leiðarljósi, en ekki flokksbundinn áróður.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2012 kl. 15:17
Fólk má skrifa um ósannindi Jóns. Og enginn áróður og ekkert flokksbundið við það. Hann er einn af þeim verstu, ef ekki verstur, að meðtöldum nokkrum öðrum. Svo er það bara þannig að fólk úr einum flokki er óvanalega lygið.
Elle_, 13.10.2012 kl. 17:29
Sæl verið þið hér.
Ekki ætla ég að hafa orð mín mörg um Jón Baldvin enda er hann í mínum huga einstaklega leiðinlegur og óframfærinn persónuleiki sem hefur óheiðarleikann að leiðarljósi.
Varðandi kvótamálin hef ég hinsvegar það að segja að fólk sem ekki hefur áratugatengingu aftur í ættir við sjómenn og ekki sjálft farið á sjó um lengri eða skemmri tíma ætti ekkert að vera að tjá sig um kvótamál enda hefur þetta lið ekki hundsvit á neinu er varðar sjávarútveg.
Tek það fram að ég hef ágætistengingu við sjómenn þar sem ég hef stundað sjóinn, bræður mínir allir, faðir minn, afi, langafi og svo mætti lengi telja, þó eigum við engann kvóta þrátt fyrir að flestir hafi verið ýmist skipstjórar eða vélstjórnarmenn, jafnvel kokkar...
Við í fjölskyldunni höfum verið að ræða málin og komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin mun ganga af sjávarútvegnum dauðum með þessum aðgerðum þar sem hlustað er á hagfræðinga sem ekki hafa gert nokkurt handtak af viti en hinsvegar verið afætur hjá ríkinu ásamt því að sumir hafa verið að kenna öðru fólki hvernig á að gerast afæta hjá ríkinu sem síðan varð til þess að allt hrundi hér nema sjávarútvegurinn en hann er víst næstur í röðinni.
Þeir sem nú ráða vilja ekkert heitar en að kollvarpa öllu hér heima til að gera okkur auðseljanlegri brusselklíkunni.
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 13.10.2012 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.