Hlaupum í Skarðið ... frábært!

991127-6

Hornfirðingar ætla að bjóða upp á ansi skemmtilegt hlaup næsta sunnudag. Nafn hlaupsins er frábært: Hlaupum í Skarðið. Get ekki að því gert en ég get alltaf skemmt mér yfir góðum orðaleikjum. Tilvísunin er í sígildan barnaleik sem allir þekkja.

Ætlunin er að hlaupa upp gamla veginn í Almannaskarð en sem kunnugt eru nú komin göng undir Almannaskarð og þarna verður því engin truflun af umferð. Brekkan er brött upp í skarðið, líklega rúmur einn kílómetri að lengd og hæðarmismunurinn er um 150 metrar. Gæti vel trúað því að fæstir geti hlaupið alla leiðina, margir freistist til að ganga.

Svona er fréttin sem birtist á hornafjordur.is: 

991127-10

Sunnudaginn 14.október kl 13:00 ætlum við að standa fyrir viðburðinum Hlaup í Skarðið en þetta verður í 3ja sinn sem við Hlaupum í Skarðið.

Eins og nafnið gefur til kynna þá fer viðburðurinn fram í og við Almannaskarð. Hlaup í Skarðið er ekki hugsað sem eiginleg keppni, heldur frekar eins og Kvennahlaupið en þar fara allir á sínum hraða, þ.e. sumir hlaupa en aðrir ganga. Tekinn verður tími á hverjum þátttakanda þannig að í lok „hlaupsins“ fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal með skráðum tíma.

Boðið verður upp á tvær vegalengdir. Upp Skarðið og niður aftur eða þá upp Skarðið, niður Skarðsdalinn og svo sömu leið til baka. Þátttökugjald er kr 500.- pr einstakling en hver fjölskylda greiðir aldrei meira en  kr 1.500.-

Hlaup í Skarðið er kjörinn viðburður fyrir fjölskylduna til að eiga saman skemmtilega stund í góðum félagsskap. 

Myndirnar eru teknar í Almannaskarði í kvöldsólinni 27. nóvember 1999. Sú efri er tekin efst í skarðinu og á myndinni sést hversu brattur vegurinn er. Hin er tekin skammt frá af skelfilegu lýti í fjallinu. Ótrúlegt að þarna skuli hafa verið leyft malarnám.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband