Söfnunarreikningur Samfylkingarinnar

Eyjamaðurinn og þingmaður Samfylkingarinnar, Róbert Marshall, tilkynnti í dag úrsögn úr flokknum og inngöngu inn í annan og nýstofnaðan flokk, Dögun heitir sá. Þar er annar flóttamaður fyrir, þingmaðurinn úr Framsóknarflokknum, Guðmundur Steingrímsson.

Vegna þessa flokkaferðalaga segir Ólafur Arnarson á timarim.is eftirfarandi og það ýfði upp gamalt bros hjá mér:

Það er ekki undarlegt þó að Björt framtíð sé kölluð söfnunarreikningur Samfylkingarinnar. Þingmenn flokksins fylgja stefnu Samfylkingarinnar í einu og öllu og munu augljóslega renna inn í Samfylkinguna á næsta kjörtímabili – fari svo að Björt framtíð fái kjörinn þingmann – eða í það minnsta leggja Samfylkingunni lið á Alþingi og mögulega í ríkisstjórn. 

Skemmtilega að orði komist, og Ólafur telur aukreitis að Samfylkingin hafi stefnu ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður flokkurinn heitir Björt Framtíð en ekki Dögun.  Sá flokkur er allt annars eðlis, hann er bandalag, Hreyfingarinnar, Bortarahreyfingarinnar, Frjálslyndaflokksins og annara grasrótarsamtaka og nokkurra stjórnarskrárráðsmanna  Annars deili ég þessum brandara með þér, með söfnunarrreikning Samfylkingarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2012 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband