Þetta gerir engan að þjóðarleiðtoga
3.10.2012 | 10:07
Af öllum góðum og snjöllum ólöstuðum er Kjartan Gunnar Kjartansson, blaðamaður á Morgunblaðinu, einn sá ritfærasti sem ég þekki. Í Pistli á leiðarasíðu Morgunblaðsins í dag ræðir Kjartan um núverandi forsætisráðherra og ég leyfi mér að birta langa tilvitnun (feitletranir eru mínar):
Það er engan veginn sjálfgefið að hér hafi allt verið að hrynja í ársbyrjun 2009. Við urðum fyrir alvarlegu áfalli haustið 2008 er bankarnir féllu. Allir vinstrisinnuðu fjölmiðlarnir fóru hamförum, og Samfylkingin og Vinstri grænir skipulögðu fjölmenn mótmæli sinna manna á Austurvelli með dyggri aðstoð RÚV. Það merkir alls ekki að allt hafi verið að hrynja. Í Seðlabankanum var tilbúin áætlun við bankahruni af þessu tagi og ríkisstjórn Geirs H. Haarde setti neyðarlög sem síðar hafa verið rómuð víða um Evrópu.En það sem Guðni [Jóhannesson, sagnfræðingur] telur ekki sjálfsagt eru nánast sjálfsögð sannindi: Að sjálfsögðu hættu ólæti vinstrimanna á Austurvelli þegar þeir komust til valda. Til þess var leikurinn gerður. Þeir höfðu náð sínu markmiði, gátu rölt heim og ríkisútvarpið gat hætt að hræða líftóruna úr landsmönnum og snúið sér að hefðbundnari fréttum. Það þurfti enga sérstaka Jóhönnu til þess. Hina fullyrðinguna um að enginn nema Jóhanna hefði getað stillt til friðar, byggir Guðni á því hver hún er, ekki hinu, hvað hún gerir.Jóhanna var réttur maður á réttum stað, ekki fyrir það sem hún gerir heldur hitt, hver hún er: Samfylkingarmaður, fyrrv. félagsmálaráðherra oftar en nokkur annar, frábitin fjármálastússi, kona og samkynhneigð. Þetta er allt gott og blessað en gerir engan að þjóðarleiðtoga. Því það er tvennt ólíkt að gera og að vera.
Og þegar ég hafði lesið þetta hló ég inni í mér og kinkað kolli til samþykkis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.