Gögnum haldið vísvitandi frá borgarfulltrúa
1.10.2012 | 11:26
Oft er það þannig að margir eru örlátastir á annarra manna peninga og vilja svo baða sig í fræðgarljósi gjafa. Þegar kemur að skuldadögum hverfa hinir sömu og láta ekki sjá sig.
Þannig er það með Hörpu. Borgarstjórinn í Reykjavík sinnir ekki starfi sínu og staðgengill hans skilst ekki. Saman reyna þeir að fela upplýsingar.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, ritar grein í Morgunblaðið í morgun. Í henni kemur fram að hann hefur óskað eftir því að fá í hendur úttekt á rekstri Hörpu, en Reykjavíkurborg á 46% í húsinu. Úttektin var gerð af endurskoðunarfyrirtækinu KPMG. Stjórn Austurhafnar neitaði að afhenda Kjartani þessa skýrslu. Eftir að skýrslan hafði verið afhent fjölmiðlum neitaði stjórnin honum samt um skýrsluna.
Jón Kristinsson, borgarstjóri, og meirihluti hans í borgarstjórn, hefur viljandi haldið nauðsynlegum upplýsingum frá borgarfulltrúa.
Þessu trúir auðvitað enginn enda alkunna að Jón sinnir ekki skyldum borgarstjóra og skilur þær ekki. Hann er skemmtikraftur með takmarkaða sýn og skilning á stjórnmálum og rekstri. Þetta sannast best á því að Kjartan Magnússon spurði Jón þennan Kristinsson um álit hans á því að hann fengi ekki skýrslun.
Kjartan segir í lok greinar sinnar í Morgunblaðinu:
Þrátt fyrir að spurningarnar væru afar skýrar, treysti borgarstjóri sér ekki til að svara þeim fyrr en hann hefði skoðað málið betur. Tæpur mánuður er nú síðan spurningarnar voru lagðar fram og enn hefur borgarstjóri ekki svarað. Rétt er að minna á að borgarstjóri er sjálfur embættismaður, sem ber að svara slíkum spurningum og veita öllum borgarfulltrúum upplýsingar óháð flokkslínum.
Þetta mál er aðeins eitt dæmi um gersamlega óviðunandi vinnubrögð, sem nú viðgangast í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ef til vill er ekki hægt að búast við miklu af borgarstjóra, sem sjálfur hefur lýst yfir að hann sé trúður. En mikil er ábyrgð Samfylkingarinnar, sem er í meirihlutasamstarfi með ,,trúðnum« og leggur blessun sína yfir slík vinnubrögð.
Ég er gjörsamlega ósammála Kjartani. Sá sem telur sig trúð myndi hafa svarað umsvifalaust. Sá sem skilur ekki frestar svörum og gleymir svo. Auðvitað er Kjartan fyrir löngu búinn að fá skýrsluna eftir öðrum leiðum. Það breytir þó ekki staðreynd mála. Í prinsippinu er verið að halda gögnum frá borgarfulltrúa og það er ámælisvert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.