Hvaðan er þessi mynd?

950808-24

Veit einhver hvar þessi mynd er tekin? Get með engu móti fundið út hvar ég var staddur. Hið eina sem ég veit með vissu að ég var fararstjóri í trússferð á Laugaveginum þar til 7. ágúst og þann 8. gekk ég á Heklu í fínu veðri.

Myndin er er ein af nokkrum á filmu þar sem Heklugangan mín hefst. Þar af leiðandi finnst mér líklegt að myndin sé tekin á Suðvestur eða Vesturlandi en landslagið finnst mér ekki passa þar. Þess má geta að myndin er tekin úr fjöru.

Alveg hreint ferlegt að játa sig sigraðan í þessu. Líklegast er þetta sólsetur, miðað við árstíma er það í norðvestri.

950808-26

Og hefst nú leikurinn ... Fyrir alla muni nefnið eitthvað af þessum fjöllum til staðfestingar á vissu.

1. október: Bætti hér inn annarri mynd, sem tekin er aðeins „víðari“. Kannski hún geti hresst upp á minni okkar. Á henni sést að myndatökustaðurinn er fjaran. 

Ég hef sett fimm hringi inn á neðri myndina. Held að lykilatriðið sé að finna út hvaða fjöll eru innan þeirra. 

2. október kl. 00:17:

Jæja, nú ætla ég að reyna að gera tilraun til að staðsetja myndina. Hún hlýtur að vera tekin á Reykjanesskaga, giska á Garðskaga. Getur þó verið allt frá honum austur og inn eftir flóa, jafnvel að Straumsvík.

Kort2

Á myndina hef ég sett inn örnefni eftir því sem athugasemdir herma að þær hljóti að vera. Kannski gengur þetta upp svona því þarna fyrir utan er siglingaleið og er skipið líklega á leið frá Straumsvík, ef til eftir að hafa komið með súrál. 

Línurnar á kortinu benda á fjöllin á ljósmyndinni. 

Þá er það bara ein spurning: Gengur þetta upp miðað við sólarlag í byrjun ágúst? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Eru þetta ekki bara fjöllin á Snæfellsnesinu?

Emil Hannes Valgeirsson, 1.10.2012 kl. 00:44

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gengur varla upp, vantar Jökulinn. Líklegast er horft út fjarðarmynni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.10.2012 kl. 00:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lómagnúpur kassinnn til vinstri og það sem sýnist land til hægri er skýjabakki? Myndin meikar engan sens fyrir mér. Tvö nes sem skaga svona hvert mót öðru á víðfeðmu hafsvæði er ekki að finna hér. Sé ekki að þetta gæti verið eyja t.h. sem ég ber kennsl á.

Er þetta tekið í vestur austan við landeyjar og eyjar þarna vinstra megin? Beats me.  Skarðsfjara? Nei andskotinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2012 kl. 01:15

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hef ekki heldur fundið þetta hér á landi. Nei, ekki Lómagnúpur. Vangtar alltof mikið til less.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.10.2012 kl. 01:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eigum við ekki bara að segja Kína. Einhver verkamaður sem smíðaði vélina þína hefur tekið þetta út um glugga á verksmiðjunni sinni og skilið eftir á kortinu þínu.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2012 kl. 05:02

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Málið er leyst.

Mér barst póstur frá Ásdísi Þornbjörnsdóttur, sem þekkir vel til.

Hún segir: "Myndin sem Sigurður Sigurðarson og þú eruð að spá í er tekin í Bakkafjöru. Til hægri eru Eldfellið og Heimaklettur greinileg. Til vinstri renna Elliðaey og Bjarnarey saman í eitt . Er ekki í neinum vafa og þekki vel til þarna."

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2012 kl. 08:35

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er Snæfellsnesið - enginn vafi á því. Myndin er tekin niðrí fjöru og því slitnar fjallgarðurinn í sundir. Snæfellsjökull er vestar og sést ekki í mynd. Myndin er tekin eftir sólarlag í norðvestur yfir Faxaflóann.

Birtan útilokar auk þess suðurströndina og Vestmannaeyjar ef myndin er tekin í ágúst.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.10.2012 kl. 09:36

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hallast að því að Emil hafi rétt fyrir sér.

Vestast (lengst til vinstri) sást Ljósufjöll og múlinn á Kolbeinsstaðafjalli er svo upphaf hins fjallgarðsins. Þar á milli, sem sýnist sem sund, er svo Heyalurinn.

Gámaskipið sem er á myndinni gæti verið að koma úr Hvalfirðinum, frá Grundartanga.

Gunnar Heiðarsson, 1.10.2012 kl. 10:09

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég bætti einni mynd við í þeirri von að hún skýrði eitthvað út. Mér finnst þetta ekki geta verið frá Vestmannaeyjum, Jón Steinar. Gæti verið Vesturland eins og Eimil og Gunnar benda á. Er samt ekki sannfærður. Hið meinta fjarðarminni („Heydalur“) truflar mig mikið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.10.2012 kl. 10:18

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gæti verið. Á seinni myndinni sést í grýtta fjöru, svo það stemmir tæplega við Bakkafjöru eða hvað?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2012 kl. 10:20

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, varla, Jón Steinar. Svo er það þessi rosalega lygna, bendir á innfjörð eða flóa.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.10.2012 kl. 10:22

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist skipið vera tankskip eins og þau sem koma með súrál og járnblendi. Það eru svona kúlur ofan á því eða þannig. Stemmir þá líklega við það sem Gunnar segir.  Eeeeen....getur þetta þá ekki bara verið reykjanesið séð úr norðri eða norð austri?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2012 kl. 10:23

13 Smámynd: Elías Halldór Elíasson

Sæll Sigurður og þið allir.

'Eg fór upp á háaloft og náði í gamlar myndir og eins og ég hélt átti ég eina, nánast eins. þetta er að sjálfsögðu Snæfellsnesið , og gámaskipið er að koma úr sundahöfn, nýkomið á vesturstefnuna fyrir Reykjanesið eftir að fara fyrir Engey. Skipin frá Grundarfyrði fara mikklu utar eftir að nýju siglingalögin tóku gildi um fjarlægð frá Reykjanesinu. Hvar myndin er tekin hefur verið smá heilabrot, eftir nákvæma yfirlegu koma aðeins tveir staðir í Reykjavík til greyna( en þaðan er myndin tekin), Annars vegar á bílastæðinu við Gróttuvita eða 'Ananaust, ég hallast að 'Ananausti vegna smæðar grjótsins .  

Elías Halldór Elíasson, 1.10.2012 kl. 11:50

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er enn ekki sannfærður, Elías. Áttu þessa mynd á tölvutæku formi?

Í raun og veru þarf að finna út hvað þessi fjöll heita sem ég hef merkt með grænum hringjum.

Hafi myndin verið tekin í Reykjavík eða við Gróttuvita þá er auðvelt að fara þangað og taka samskonar mynd. Geri það kannski síðar í dag.

Það er svo alveg ljóst að myndin er tekin með talsverðum aðdrætti.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.10.2012 kl. 12:00

15 Smámynd: Elías Halldór Elíasson

Því miður er ég ekki svo tæknivæddur enn að koma myndinni í tölvutækt form.Emil lýsir aðstæðum mjög vel og Gunnar fjöllunum sitt hvoru meginn við Heydalinn sem sker Snæfellsnesið í sundur, ef við teljum frá vinstri hringina, þá er númer tvö Ljósufjöll númer þrjú Kolbeinstaðafjallið. Lengst til vinstri á myndinni fer að hilla í Hítárdalinn. 'I febrúarb síðastliðinn tók ég mér nokkra daga til að labba ströndina frá Elliðavogi að Gróttuvita. Alveg að Örfyrirsey hafa orðið gríðarlegar breitingar vegna landfyllinga svo ströndin er mér nánast óþekkjanleg orðin, nema frá 'Ananaustum að Gróttu, því giskaði ég á þá staðsettningu myndatökunnar sem og þá að ef myndin er grannt skoðuð má sjá rétt neðar miðju til vinstri á myndinni hluta af smá malarrifi sem fólk oft flæddi á í gamla daga ef það getti ekki af sér en man ekki nafnið lengur á.

Elías Halldór Elíasson, 1.10.2012 kl. 13:50

16 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þessi mynd getur ekki verið tekin frá Reykjavík. Á hana vantar Akranes sem myndi verða fyrir í forgrunni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.10.2012 kl. 14:46

17 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eftir að hafa skoðað þessar myndir enn frekar, er ég sannfærður um að þarna er um Snæfellsnes og Kolbeinsstaðafjall að ræða. Myndin er sennilega ekki tekin úr Reykjavík. Hefði haldið að hún væri tekin hér af Akranesi, sjónarhornið er þannig, en það er útilokað vegna þessa gámaskips sem á henni er.

Því hlýtur hún að vera tekin einversstaðar af Reykjanesinu, þó fjarðlægðin geri það ótrúlegt. En við sérstakar aðstæður s.s. hyllingar, gætu fjöllin lyft sér svona upp fyrir sjóndeildarhringinn.

Gunnar Heiðarsson, 1.10.2012 kl. 16:08

18 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Getur verið að hún sé tekin út Reyðarfjörð?????

Vilhjálmur Stefánsson, 1.10.2012 kl. 16:52

19 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Varla, Vilhjálmur. Fjöllin passa hreinlega ekki og sólarlagið gæti varla verið suðaustan við fjörðinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.10.2012 kl. 17:02

20 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það vantar herslumuninn upp á skyggnið yfir flóann þessa daga svo maður geti séð þessi fjöll almennilega en ég er með gott útsýni yfir á Snæfellsnes úr vinnunni. Ég held samt að við þurfum ekki að fara alla leið út á Garðskaga til að fá þetta sjónarhorn. Vatnsleysuströndin eða rétt vestur af Straumsvík gæti dugað og þá væri horft beint í norður. En ég er ekki viss um að við séum að sjá Tröllakirkju og Smjörhnjúk þarna austast, fleiri fjöll koma til greina sem eru utar í landinu.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.10.2012 kl. 13:25

21 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála þér Emil. Hafi ég farið út á Garðskaga í svona fínu veðri hefði ég tekið fleiri myndir en ég finn engar. Gæti best trúað að ég hefi átt leið eftir Keflavíkurveginum, til og frá flugvelli, og stoppað til að smella af myndum í góða veðrinu.

Ég þekki ekki útlínur allra þessara fjalla en reyndi með landakorti að finna út þau sem væru það há að þau gætu komið til greina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.10.2012 kl. 13:29

22 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jæja, ef við höldum þessu áfram þá er ég núna á því sem mér fannst upphaflega að skarðið sé þar sem Vatnaleiðin liggur um. Fjöllin til vinstri gætu þá verið Tröllatindar og Elliðatindar. Til hægri er Grímsfjall eins og eldfjall og svo Rauðakúla o.fl., en Ljósufjöll eru utan myndar til hægri.

Þá gæti myndin verið tekin frá Gróttu, Álftanesi eða nálægt Stramsvík og horft í norð-

norðvestur sem passar betur við sólarlagið í ágúst.

Ég ólst líka upp við þetta útsýni yfir flóann og þekkti því fjöllin strax þó ég hafi ekki endilega áttað mig á hvað væri hvað.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.10.2012 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband