Stjórnmálafræðingar sem ekkert hafa fram að færa

Margir stjórnmálafræðingar hafa tekið þátt í stjórnmálum. Meðal þeirra er Birgir Guðmundsson sem er Samfylkingarmaður. Í því ljósi má spyrja hversu trúverðugt álit hans á viðburðum innan Framsóknarflokksins sé? Er nú ekki kominn tími til að leita álits þeirra sem eru hlutlausir? Þeir hljóta að vera til.

Staðan er einfaldlega sú að mörg eftirlæti fjölmiðla í stjórnmálafræðum lifa fyrir það að búa til upphrópanir og efni í fyrirsagnir svo þóknast megi fjölmiðlum. Fyrir vikið sækja þeir aftur og aftur í þessa stjórnmálafræðinga og hringrásin verðu óendanleg.

Efnislega er hins vegar oft ekkert varið í niðurstöður þessara manna, ekki frekar en okkar hinna sem rífumst um pólitík í kaffítímum á vinnustöðum eða í heitapottinum í laugunum.

Í fréttinni segir Birgir að sumir formenn Framsóknarflokksins hafa flutt sig til höfuðborgarsvæðisins, þó ekki allir. Nú fer einn af höfuðborgarsvæðinu og út á land. „Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvaða skilaboð felast í því, “ segir Birgir og er afar djúpúðgur.

Honum dettur þó ekki í hug að vera kunni að hreinlega séu engin skilaboð í þessu fólgin og þá er hann bara að fabúlera um ekki neitt. Nema auðvitað að hann sé að byggja upp samsæriskenningar um klofning eða óeiningu innan Framsóknarflokksins. Gæti kannski Samfylkingin hagnast á slíku eða hvað?


mbl.is „Orðið að opnum átökum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er heldur ekki sjálfgefið að bókmenntafræðingur geti skrifað bækur.

Menntunin felst í greiningu, ekki frumkvæði.

Kolbrún Hilmars, 23.9.2012 kl. 15:28

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hárrétt hjá þér, Kolbrún. Greiningin er mikilvægust en hún má ekki vera bjöguð vegna fyrirframgefinna skoðanna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.9.2012 kl. 16:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, það er með ólíkindum hvernig ríkisútvarpið tekur yfirleitt tali hlutdræga menn sem við vitum að segja bara hálfan sannleikann eða þannig, eins og Eirík Bergmann, Baldur Þórhallsson, Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Þorvald Gylfason, Heitir líka ekki einn Vilhjálmur Matthíasson eða þannig, sem eru svona extrime dæmi um fólk sem er með sterkar pólitískar skoðanir og aldrei hlutlaust.  Þetta eru svona að mínu mati fólk sem ætti alls ekki að spyrja um álit á ýmsum málum, því þau einfaldlega geta ekki verið hlutlaus.  Eða eins og afi minn sagði í sinni tíð, þegar kommúnistar höfðu komi sér fyrir í öllum skúmaskotum ríkisútvarpsins, þeim finnst að tilgangurinn helgi meðalið.  Þetta virðist því miður vera líka upp á teningnum í dag. Menn virðast algjörlega tilbúnir til að tapa ærunni með svona vilhöllum skoðunum, því þau mega alveg vita að við erum ekki fífl, og höfum okkar eigin skoðanir á málum og hreinlega hættum að hlusta þegar vitleysan gengur alveg fram af fólki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 19:49

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur þarf greinilega að lesa sér til um formenn Framsóknarflokksins.Þeir hafa yfirleytt verið þingmenn landsbyggðarinnar.Tryggvi,Jónas,Hermann,Eysteinn,og Ólafur Jóhannesson var þingmaður Landsbyggðarinnar meðan hann var formaðu, en gerðist svo þingmaður R.Víkinga,.Steingrímur var líka þingmaður Landsbyggðarinnar frá 1979-1987 meðan hann var formaður en færði sig þá til Reykjaness sem telst að hálfu til Landsbyggðarinnar.Halldór Ásgrímsson var þingamaður Landsbyggðarinnar þegar hann varð formaður 1994 og var það til 2003 þegar hann færði sig til R.Víkur. og er eini formaður Framsóknarflokksins sem hefur verið þingmaður R.Víkur.Jón Sigurðsson var ekki þingmaður.Guðni Ágústsson var þingmaður Landsbygððarinnar.Af þessu má sjá að Birgir Guðmundsson virðist vita mest lítið um Framsóknarflokkinn.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2012 kl. 22:27

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góð samantekt hjá þér, Sigurgeir. Hins vegar var ég fyrst og fremst að benda á pólitíska stjórnmálafræðinga.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.9.2012 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband