Gerðist ekkert, Guðbjartur?

Best væri nú að Guðbjartur Hannesson sinnti skyldum sínum og segði af sér og axlaði þar með ábyrgð á pólitísku axarskafti sínu vegna launahækkunarinnar til forstjóra Landspítalans. Það var ekki fyrr en að allt ætlaði um koll að keyra innan Landspítalans að Guðbjartur áttaði sig á heimskulegri launahækkuninni.

Datt honum virkilega í hug að svona launahækkun hefði engin eftirköst? Sé svo ber honum að segja af sér.

Vissi hann fyrir að launahækkunin myndi draga dilk á eftir sér? Sé svo ber honum að segja af sér.

Getur skylda ráðherra vegna ábyrgðar sinnar verið einfaldari og skýrari?

Svo stendur þessi maður upp og hreytir því í starfsfólk í heilbrigðiskerfinu að það sinni áfram störfum sínum rétt eins og ekkert hafi í skorist. Nei, fólkið sættir sig ekki við svona trakteringar. 


mbl.is Sinna skyldum sínum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er eitthvað mikið að hjá þessum manni það alveg ljóst fyrir almenningi og hann verður að segja af sér það er líka ljóst...

Hann bullar og bullar bara til þess að segja eitthvað allt annað en það sem er og alveg ljóst að tími hans er komin og farinn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.9.2012 kl. 15:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ótrúlega taktlaust og maðurinn greinilega algjörlega vanhæfur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 17:12

3 Smámynd: Sólbjörg

Sérlega upplýsandi um viðhorf Guðbjarts til heilbrigðisstarfsfólks er að hann talar eins og um þegnsskylduvinnu þeirra sé að ræða á á hættutímum. Þegar Guðbjartur segir að hann trúi því að þau: "sinni skyldum sínum áfram", þá á hann við að hann trúi því að áfram verði hægt að útnytja heilbrigðisstarfsfólk án mótspyrnu.

Sólbjörg, 23.9.2012 kl. 21:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Sólbjörg ef þetta er ekki að kasta olíu á eld þá veit ég ekki hvað.  Í stað þess að biðja þetta fólk afsökunnar, þá kemur hann svona fram ótrúlegt alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 22:24

5 Smámynd: Sólbjörg

Í raun er það ekkert ótrúlegt að Guðbjartur komi svona fram og biðji ekki afsökunar. Vinstri stefna í framkvæmd er alltaf að níðast sem mest á almenningi, útnytja og ræna það öllu sem hægt er. Þeir sem komast til valda vilja mergsjúga sem mest útúr hinu opinbera fyrir sig. Skilja yfirleitt ekkert í hagkerfi fjármála og enn síður hagkerfi mannlegs lífs. Guðbjartur er hollur sinni stefnu og framkvæmir kinnroðalaust.

Held að flestir aðhyllist frelsi einstaklingsins til athafna sem bæta eigin hag og annarra. Engin á komast vanhæfur á valdaspena hins opinbera til þess eins að maka krókinn á kostnað almennings. Vinstri flokkar virðast hafna eða hata fjármálahagkerfi sem sýnir hagnaði og vöxt. Viriðst fyrirmunað að skilja í raun að stöðvist hagvöxtur bitnar það á okkur öllum. Af öllu samanlögðu er Sjálfstæðisflokkurinn með skárri flokkum af flestum slæmum, þar er þó ýtt undir sköpun, framkvæmdir og framfarir þannig að málin bjargast þokkalega fyrir heildina. Vissulega mikið um spillingu og óhæfu en spillingin er enn verri ásamt harðærinu og miskunarleysinu í krata-vinstri ríkistjórnum sem hata velsæld almennings og hagnað fyrir eigin atorku. Að ekki sé minnst á andúðina og fyrirlitningu á þeim sem elska land sitt og þjóð eins og það sé skömm og glæpur. Ekki að undra að flest sé í tómu tjóni hjá þessari hreinu vinstri stjórn sem situr við völd.

Er bjartsýn með eindæmum því það styttis í kosningar og nýja ríkistjórn.

Sólbjörg, 24.9.2012 kl. 13:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það verður gott að losna við þetta rörsýnarlið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband