Hroki forsætisráðherra

Jóhanna segir að ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hafi ekki brotið í bága við lög um að enginn embættismaður skuli hafa hærri laun en forsætisráðherra. Um hafi verið að ræða hækkun á læknishluta starfa hans.

Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í viðtali við Fréttablaðið í dag. Hún reynir, líkt og velferðarráðherra, að snúa sig út úr alvarlegum pólitískum vanda með kjaftagangi. Sama ruglið og í borgarfulltrúa Besta flokksins sem taldi sig aðeins vera borgarfulltrúi frá 9-5.

Hver í ósköpunum trúir því að hækkunin sé fyrir læknishluta starfa forstjórans? Hvenær er forstjórinn læknir og hvenær forstjóri? Er til nákvæm skilgreining á því. Hættir hann að vera forstjóri þegar hann tekur upp skurðhnífinn ...? 

Með svona röksemdafærslu er hægt að hækka laun allra silkihúfna ríkisstjórnarinnar og alla aðra sem tilheyra þeim. En, munum, ekki dugar röksemdafærslan til að hækka atvinnuleysisbætur, örorkubætur, ellilífeyri, laun lækna, hjúkrunarfólks, sjúkraliða eða þeirra sem eru launalægstir hjá ríkinu.

Annað hvort er forsætisráðherra illa gefin eða hún heldur að þjóðin sé það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband