Sitthvað gott við flokk ...

Það er ekkert undarlegt við það að vinstri grænir tali gegn fjármagni og atvinnurekendum, með því eru þeir einungis að fylgja hugmyndafræði sinni. Það er hins vegar löngu tímabært að Samfylkingin láti af snakki sem á ekkert skylt við nútímajafnaðarstefnu.

Samfylkingin ætti einnig að hætta að tala á þeim nótum að Sjálfstæðisflokkurinn sé varasamur og fylgi hættulegri hugmyndafræði. Það getur ekki annað en verið sitthvað gott við flokk sem stendur gegn forræðishyggju og trúir á einstaklingsfrelsið.

Niðurlag Pistils Kolbrúnar Bergþórsdóttur á bls. 20 í Morgunblaðinu í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hugmyndafræði í íslenskum sérhagsmunaflokkum er bara orðin tóm. Ekkert er eins og það var forðum þegar hægt var að hlusta á ræðu formannsins og slaka síðan á og láta hann og helstu fylgisfiskana sjá um restina. Er pólitík í dag eins og  hænsnaflokkar frá 10 sveitarbýlum sem króaðir hafa verið inn í sömu girðingu í myrkri og ljósið skyndilega kveikt, þe. kosningar.

Eyjólfur Jónsson, 20.9.2012 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband