Guðbjartur Hannesson á að segja af sér

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hefur orðið ber að miklum dómgreindarskorti þegar hann ákvað að hækka laun forstjóra Landspítala. Þar gekk hann gegn launþegum öllum, þeim sömu og hann hefur sagt enga peninga til að hækka laun þeirra.

Þegar svo er komið málum að forstjóri hefur afþakkað launahækkunina vegna þrýstings frá ráðherranum er tími uppgjörs. Ábyrgð ráðherra er mikil og því ber honum að segja af sér. Þetta er svo einfalt og skýrt.

Það er ekki eins og að ráðherra hafi séð að sér eða batnandi manni er best að lifa. Sá ráðherra sem gerir líka kórvillu sem ber að segja af sér. Hækkunin er pólitísk afglöp. Ef einhvern tímann hefur ábyrgð átt að leiða til afsagnar þá er það núna. 


mbl.is Björn afþakkar launahækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Hvernig heldur þú að staðan væri hjá samfó núna ef þetta hefði verið ráðherra sjálfstæðisflokksins sem hefði hagað sér svona?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 19.9.2012 kl. 18:35

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hjúkrunarfræðingar hljóta að fagna gríðarlega núna.

núna þurfa þau ekki að berjast fyrir launahækkun.

þessi aðgerð er svipað og vinstri stjórnin vill

allir vera með jafn lág laun

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2012 kl. 19:25

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Sigurður, Sleggja og Hvellur ert þú fylgjandi ofurlaunastefnu?

Sigurður Haraldsson, 19.9.2012 kl. 20:18

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Marteinn, Rúv og aðrir fjölmiðlar væru að ganga af göflunum og Samfylking og VG krefðust afsagnar.

Vandamálið er að allir virðast eiga að vera með jafnlág laun.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.9.2012 kl. 20:30

5 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Nákvæmlega Sigurður

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 19.9.2012 kl. 21:27

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

nei ég er ekki fylgjandi ofurlaunastefnu

finnst bara findið að hjúkrunarfræðingar voru mjög fljót að biðja um hærri laun.

hver man ekki eftir frekju þeirra rétt fyrir hrunið. þau vildu mjólka tóman ríkissjóð

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2012 kl. 21:43

7 Smámynd: Starbuck

Sleggjan og Hvellurinn - ríkissjóður var ekki tómur fyrr en eftir hrunið þegar búið var að þurrausa hann í bankahítina.

Finnst þér annars ekki frekja hjá forstjóranum að vilja fá launahækkun sem er hærri en mánaðarlaun hjúkrunarfræðings?

Starbuck, 19.9.2012 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband