Var María Magdalena eiginkona Jesú?

Þær upplýsingar sem sagt er frá í fréttinni eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir nokkrum árum las ég bókina „Blóð Krists og gralið helga“. Þetta er ákaflega vel skrifuð bók sem kom út hjá bókaútgáfunni Hólum árið 2007. Höfundarnir eru Michael Bigent, nýsjálenskur, Richard Leigh, bandarískur, og Henry Lincoln, englendingur, þýðandi Jón Þ. Þór.

Í bókinni eru raktar kenningar höfunda. Meðal þeirra er eftirfarandi á bls. 351 í bókinni:

Aðeins „tvö guðspjallanna, Mattheusarguðspjall og Lúkasarguðspjall, segja eitthvað um uppruna fæðingu Jesú og þeim ber afar illa saman. Þannig segir til dæmis í Mattheusarguðspjalli að Jesú hafi verið aðalsmaður, jafnvel réttborinn konungur, kominn af Davíð og Salómon. Í Lúkasarguðspjalli er því á hinn boginn haldið fram, að þótt Jesú hafi getað rakið ætt sína til Davíðs hafi fjölskylda hans ekki verið svo háttsett. Frásögn Markúsarguðspjalls var á hinn bóginn rótin að goðsögninni um „fátæka trésmiðinn“. Ættartölunum ber svo mikið á milli að engu er líkara en þær eigi við tvo menn.

 Og svo segir á blaðsíðu 353: 

Þegar litið er til alls þessa ósamræmis verður að taka guðspjöllinn sem mjög vafasamar heimildir og þau eru alls ekki endanlegur vitnisburður. Þau flytja ekki orð neins guðs og ef þau gera það hafa orð guðs verið ansi frjálslega ritskoðuð, endurskoðuð, skýr og endurskoðuð af mönnum. Við megum ekki gleyma því að biblían - og þetta á jafnt við um Gamla og Nýja testamentið - er ekki annað en úrval verka og í mörgum tilvikum réð geðþótti valinu. Í raun gæti Biblían haft að geyma mun fleiri bækur og rit en hún gerir og gækurnar sem vantar eru ekki „glataðar“. Þvert á móti voru þær viljandi útilokaðar. 

Enn merkilegra verður umfjöllun bókarinnar þegr fjallað er um hjúskapastöðu Jesú. í bókinni segir og er vitnað til fræðimann sem nefnist Charles Davis og ritaði eftirfarandi í Observer 28. mars 1917:

Í ljósi mernningarhefðarinnar ... er afar ósennilegt að Jesú hafi ekki kvænst alllöngu áður en hann hóf að prédika. Hefði hann haldið fast við einlífi hefði það valdið óróa, viðbrögðum sem hefðu skilið eftir sig spor. Þess vegna er þögn guðspjallanna í þesu atriði ekki röskemd fyrir því að hann hafi verið ókvæntur, heldur þvert á móti. Í samfélagi Guðinga á þessum tíma hefði einlífi verið svo óvenjulegt að það hefði vakið mikla athygli og kallað á athugasemdir.

Svo víkur sögunni að Maríu Magdalenu og höfundum finnst hún hafa gengt „næsta torræðu hlutverki og svo virðist sem höfundar [allra guðspjallanna] hafi viljandi reynt að lát sem minnst á henni bera.“ Höfundarnir færa rök fyrir því að María Magdalena hafi verið eiginkona Jesú og sagan um „fátæka trésmiðinn“ eigi ekki við rök að styðjast.

Hér verður bókin ekki endurrituð en í lokin er tilvalið að nefna þetta:

Hann [Jesú] virðist hafa verið menntaður til að verða rabbíi og ekki er annað að sjá en að hann hafi umgengist ríkt og áhrifamikið fólk engu minna en fátæklinga, meðal annarra Jósef frá Arímaþeu og Kíkodemus. Brúðkaupið í Kana virðist ennfremur vitna um virðing og félagslega stöðu Jesú.

Brúðkaupið virðist ekki hafa verið látlaus og óhófleg veisla „alþýðufólks“. Það ber þvert á móti öll merki óhófs aðalsfólks, „ríka og fræga fólksins“, þar sem margir þjónar, sem flýta sér að hlýða bæði Maríu og Jesjú, þarna var „veislustjóri“ sem „tjórnaði athöfninni“ og hann hefur trúlega verið einhvers konar yfirþjónn eða jafnvel aðalsmaður. Gríðarlega mikið vín er á boðstólum og þegar Jesú „breytir“ vatninu í vín býr hann að sögn „Good News Bible“ til hvorki meira né minna en sex hundruð lítra, sem er meira en átta hundruð flöskur! Og þetta var aðeins ábót á það sem þegar hafði verið drukkið.

Þegar á allt er litið virðist brúðkaupið í Kana hafa verið íburðamikil veisla ríka fólks eða aðalsins. jafnvel þótt þetta hafi ekki verið brúkaups Jesú sjálfs bendir vera hans og mótur hans þar til þess að þau tilheyrðu hlýðni þjónanna við þau. 

 


mbl.is Var Jesús giftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert staddur hér í hjáfræðunum, ágæti Sigurður. Óttalegt rugl þessi frétt, þvert gegn öllum heimildum samtímamanna um Jesúm.

Aðeins trúlausir gleypa við þessu.

Jón Valur Jensson, 19.9.2012 kl. 21:46

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hef nú hvorki þekkingu né menntun í þessum fræðum en eru „hjáfræði“ ekki bara eins og hin ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.9.2012 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband