Septembermyndir í 32 ár

110914100910

Hvar varstu 11. september 2001? Hvar varstu ţegar ţú heyrđir ţessar fréttir eđa hinar? Svona er gjarnan spurt. Minniđ er hverfult og nú hefur orđiđ til einhvers konar valkvćtt minni. Mađur velur ađ muna, flettir hinu upp í Google eđa öđrum minnisbönkum. Slíkir geyma ţó sjaldnast persónulegar minningar. 

Stundum reikar hugurinn aftur í tímann og ég velti fyrir mér hvađ ég hafi veriđ ađ gera í fyrra eđa hitteđ fyrra. Fyrr í dag fór ég ađ skođa hversu mikil heimild myndasafniđ mitt vćri ađ ţessu leyti. Ég komst ađ ţví ađ ţađ er gríđarleg heimild.

Ţá datt mér í hug ađ rekja mig aftur í tímann og reyna ađ finna út hvađ ég var ađ gera í september á umliđnum árum, helst sem nćst ţeim fimmtánda, fimmtán dagar til eđa frá.

090913080920

Rauđleita myndin efst til vinstri er tekin 14. september 2011. Ţá var ég staddur á Fimmvörđuhálsi og grillađi pylsur í holu á eldfellinu Magna. Át ţćr síđan ađ vísu ekki međ bestu lyst ţví flest ţykir mér betra en pylsur. Hins vegar hafđi ég ekkert annađ svo ég lét ţćr duga.

071001060903

Efsta myndin til hćgri er tekin í Strútslandi ţann 10. september 2010 skammt frá Hólmsárlóni og Strútslaug. Viđ höfđum gengiđ langleiđina upp á Torfajökul og erum ţarna á leiđinni til baka. 

Önnur myndin vinstra megin er tekin 13. september 2009 í Spákonufelli viđ Skagaströnd. Horft er yfir flóann til Vatnsness. Raunar er ekki rétt ađ tala um Húnaflóa heldur heitir ţessi hluti hans Húnafjörđur.

050903010915

Á móti henni er mynd sem ég tók af Náttmálafjalli 20. september 2008 og er af Illviđrahnúki í Árbakkafjalli viđ Skagaströnd.  

Ţriđja myndin vinstra megin er tekin í 1. október 2007. Nú bregđur svo viđ ađ ég átti enga mynd í september svo ég leyfđi ţessari ađ fljóta međ. Hún er frekar haustlega og var tekin í Laugardalnum í Reykjavík.

000924991000

Á móti henni er skemmtileg mynd sem ég tók 3. september 2006 vestan viđ Hengil. Ţarna stendur Guđbergur Davíđsson, vinur minn, viđ undarlegan móbergsklett.

Fjórđa myndin ađ ofan er tekin 3. september 2005 á hinni fögru eyju Santorini í Miđjarđarhafinu. 

950922-6940906-38

Stórkostlegt er ađ koma ţangađ og skođa byggđina og ekki síđur ummerki um eldgos sem ţarna var fyrir fjögur ţúsund árum. Eyjan er virk eldstöđ og ţar hefur gosiđ af og til en ţó ekkert í líkingu viđ gríđarlegt sprengigos sem ţarna varđ um tvö ţúsund fyrir Krist. Ég á margar betri myndir en ţessa frá Santorini en ţćr eru teknar í öđrum mánuđum.

930911-61920900-4

Nú bregđur svo viđ ađ ég finn engar myndir í september ţangađ 15. september 2001. Myndin er á móti ţeirri af Santorini og er af Fláajökli í Vatnajökli. Man ekkert hvađ ţessi fallegi tindur heitir sem blasir ţarna viđ. Ef til vill getur veriđ ađ einhver lesandi geti hjálpađ mér.

910913-16900914-40

Fyrir neđan Santorini er mynd sem tekin var 24. september 2000. Ţarna var ég staddur viđ Jökulsárlón á Breiđamerkursandi, líklega í sambandi viđ ţáverandi starf mitt sem framkvćmdastjóri Jöklaferđa.

890904-66850910-4

Á móti er mynd sem tekin er í Bergárdal viđ Höfn ţann 1. október 1999. Dalurinn er fallegur, liggur hátt upp í fjöllin austan viđ Hornafjörđ. Ţangađ gekk ég stundum er ég bjó á Höfn.

Enga mynd tekna í september fann ég fyrr en komiđ var ađ 22. september 1995 en ţá var ţessi mynd tekin af fólki fyrir framan tvo bíla í snjó. Hún er tekin á Fimmvörđuhálsi en ţar snjóađi talsvert ţennan daga og nóttina á undan.

840901-5830901-33

Á móti henni er mynd sem tekin var 6. september 1994 á Gođahnúkum í austanverđum Vatnajökli. Ţetta var mikil ćvintýraferđ. Toyotan mín, sem ţarna sést aftan á, brćddi úr sér, skálinn var yfirfullur og ég svaf í tjaldinu sem sést vinstra megin á myndinni. Visitin var köld í tjaldinu en líklega betri en í yfirfullum skála. Bíllinn sem er lengst til hćgri er Gráni hans Freys heitins Jónssonar sem lést núna fyrir hálfum mánuđi langt fyrir aldur fram.

Nćsta mynd, tekin 11. september 1993, er af hressum og skemmtilegum hópi 11 ára krakka í Melaskóla og foreldrum ţeirra í Landmannalaugum. Ţetta er einmitt bekkur Grétars sonar míns. Ég og Heiđrún, dóttir mín, erum lengst til vinstri á myndinni.

820900-81811003-5

Á móti er mynd af Reyni Ţór Sigurđssyni, vini mínum, sem rennur á ógnarhrađa á maganum niđur Bröttufönn á norđanverđum Fimmvörđuhálsi. Hún er tekin um 10. september 1992. Svona fer mađur venjulega ekki niđur fjöll enda stórhćttulegt nema ístrumiklu fólki ... Ţess ber ađ geta ađ Reynir lifđi ferđina af.

Á móti er mynd af Fimmvörđuskála í byggingu, tekin 14. september 1990. Ţarna vorum viđ í óđa önn ađ loka ţakinu fyrir veturinn.  

Nćsta mynd er af bílnum mínum á Fimmvörđuhálsi, tekin 13. september 1991. Myndin er afskaplega merkilega fyrir ţá sök ađ bíllinn stendur eiginlega nákvćmlega á ţeim stađ ţar sem gaus 22. mars 2010.

Ţá er mynd frá 4. september 1989 af ferđafélögum mínum. Viđ vorum ţarna á Mćlifellssandi á leiđ frá Hólaskjóli í Bása. Á móti er mynd sem ég tók 10. september 1985 viđ Sog skammt frá Höskuldarvöllum á Reykjanesi.

800920-15

Ţá kemur mynd tekin 1. september 1984 af Dyrunum í Dyradal norđan Hengils. Ţetta var í vettvangsferđ umhverfismálaráđs Reykjavíkurborgar sem ég sat í á ţessum tíma. Fyrir lá ađ leggja veginn í gegnum Dyrfjöll. Ég lagđi mikla áherslu á ađ hann vćri ekki lagđur um Dyrnar eins og fyrirhugađ var. Ţađ var samţykkt og ţeim hlíft.

Á móti er mynd sem ég tók 1. september 1983 af Ţverfellshorni í Esju. 

Flekaskilin viđ Ţingvelli eru stórkostlegt fyrirbrigđi. Myndina tók ég líklega um 10. september 1982.

Á móti er mynd af Tröllinu eđa Bellinum viđ Tungnaá, tekin 3. október 1981. Ţar er einhver galgopi ađ reyna sig viđ klettinn en ţurfti frá ađ hverfa.

Síđasta myndin er af skála Ferđafélags Íslands í Hvítárnesi. Hana tók ég 20. september 1980

Lćt ég nú ţetta duga ţví myndirnar eru fleiri en ég hugđi og eflaust lítill áhugi ađ lesa ţá steypu sem fylgir. Lokiđ er slitróttu ţrjátíu og tveggja ára ferđalagi aftur í tímann. 

PS. Biđst afsökunar á ađ myndir og texti hefur riđlast miđađ viđ uppsetninguna sem ég notađi. Ţetta er vandinn viđ Moggabloggiđ, ţađ er ekki wysiwyg („what you see is what you get“) fyrir ţá sem skrifa. 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband