Hallbjörn heiðraður fyrir kántrýtónlist sína

DSC_0505

Frami Hallbjörns Hjartarsonar er sprottinn úr grasrót íslenskra menningar. Hann er að mestu sjálfmenntaður í tónlistinni, náttúrubarn. Alla tíð hefur hann haldið tryggðarbandi við uppruna sinn og æskusstöðvar. Hann er borinn Skagstrendingur og þar eru rætur hans, djúpar í þeirri menningu sem staðurinn og fólkið hefur myndað frá örófi alda. 

Hallbjörn missti Amy, eiginkonu sína, fyrr á þessu ári. Fráfall hennar var honum mikið áfall.

Þjóðinni hefur ótt vænt um Hallbjörn. Hann hefur ekki borist mikið á en hún hefur tekið fagnandi á móti hverri plötu sem hann hefur sent frá sér. Og nú gerist sá einstæði atburður að við frama Hallbjörns bætist viðurkenning, ekki íslenska fálkaorðan heldur þakklætisvottur frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þetta er ótrúlegt og má eflaust rekja til opinberrar heimsóknar sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga, til Skagastrandar um miðjan júní á þessu ári.

Sendiherrann heillaðist gjörsamlega af þessum litla bæ og skilur ekki fyrir sitt litla líf hvernig svo þróttmikið menningar- og atvinnulíf fær þrifist þar. Hann bloggaði um heimsókn sína og er linkur á þá frásögn hér

Hallbjörn er heiðursborgari Skagastrandar og vel að því kominn. Enginn einn maður hefur stuðlað jafn dyggilega að því að kynna bæinn fyrir landsmönnum.

Pistilhöfundur hefur kynnst Hallbirni lítilsháttar. Fyrir þau kynni er ástæða til að þakka og óska honum jafnframt til hamingju með þá viðurkenningu sem hann fær frá því landinu sem fóstrað hefur kántrýtónlistina.


mbl.is Sendiráðið heiðrar „kúreka norðursins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hallbjörn Hjartarson er frábær persóna og hugsjónamaður, sem gefst aldrei upp.

Hann hefur ekki átt auðvelt líf, og þess vegna eru hans músík-verk algjör afreksverk.

Kántrí-söngvar hans hafa alla tíð heillað mig. Það er hjartahlýjan og músikkölsk mannúð í því sem hann sendir frá sér, sem snertir sálartetrið mitt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.9.2012 kl. 20:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ó, hve þetta eru góðar fréttir! Sá á þetta skilið !

Ómar Ragnarsson, 14.9.2012 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband