Borgarfulltrúi flengdur

Stundum er ekki nóg að vera gáfulegur. Til að vera tekinn alvarlega dugar ekki að velja réttu orðin og hafa hátt. Á þetta bendir ágætur maður í Morgunblaðinu í morgun. Leifur Magnússon, sem margir kannast við eftir störf hans að flugmálum, er afar ósáttur við að Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af og hefur fært margvísleg rök gegn því.

Í grein sinni segir Leifur eftirfarandi:

Í viðtali við Hjálmar Sveinsson, varaformann skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, sem birt var í Morgunblaðinu 8. sept., staðfestir hann að »ekki standi annað til en að tímasetningar um lokun norður/suður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar árið 2016 standi«. Einnig er þar að finna eftirfarandi heimspekikorn:

»Ég minni á að flugvélar sem lenda í Reykjavík eru að lenda við erfiðar aðstæður t.d. á Ísafirði og Grænlandi. Því gætu þær eins lent áfram á austur/vesturbrautinni þar sem aðstæður eru mun betri en á áðurnefndum stöðum,« segir Hjálmar og bætir við að þróunin sé sú að innanlandsflug fari sífellt minnkandi. Að lokum er haft eftir varaformanninum »að hann líti svo á að framtíð Reykjavíkurflugvallar sé í höndum borgarinnar«. 

Til að útskýra hversu vanþekking borgarfulltrúans Hjálmars Sveinssona er mikil vegna ofangreindra orða hans þarf ekki annað en eftirfarandi sem Leifur segir í greininni:

Alþjóðlegar reglur um hönnun og gerð flugvallar fyrir atvinnuflug gera lágmarkskröfu um 95% nýtingu hans með hliðsjón af vindi, og miðað við tilgreind hámörk þess hliðarvinds, sem flugvélar þola við örugg flugtök og lendingar. Fyrir liggja mjög ítarlegar upplýsingar um vindmælingar á Reykjavíkurflugvelli. Vindrós hans staðfestir, að til þess að umræddri 95% lágmarksnýtingu verði náð, þurfa þar í reynd að vera þrjár flugbrautir.

Varla þarf að ræða málið frekar jafnvel þó borgarfulltrúinn mali endalaust um flugbraut á Grænlandi, Akureyri eða Egilsstöðum máli sínum til stuðnings. Hjálmar hefur verið flengdur en alls óvíst hvort hann viti nokkuð af því. Er það ekki síður margra stjórnmálamanna að láta sem ekkert sé?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband