Þuríði ýtt til hliðar ...
11.9.2012 | 11:35
Þuríður Backman hefur tilkynnt um að hún muni hverfa af vettvangi stjórnmálanna að loknu þessu kjörtímabili. Þar með hverfur enn ein konan úr framvarðarsveit Flokksins. Þuríður hefur nú stöðu væntanlegs fyrrverandi þingmanns. Með þessari yfirlýsingu dregur skiljanlega mjög úr vægi Þuríðar á þingi næsta vetur enda ekki líklegt að sú sem er á útleið hafi sterka stöðu innan Flokksins.
Valdabaráttan í Vinstri grænum miðast að því að treysta stöðu formannsins og valdablokkarinnar sem hann stendur fyrir og kennd hefur verið við Þistilfjörð. Þannig vinnur hann jafnt og þétt að mynda manngerða skjaldborg í kringum sig, skipaða sínum æstustu aðdáendum og vinum. Það eru allt karlar. Konum er skipulega ýtt til hliðar og er greinilega ekki ætlað stórt hlutverk í flokknum hvort sem hann verður áfram utan stjórnar eða kemst einhverntímann í ríkisstjórn. ...
Haldi einhver að eg hefi ritað ofangreint er það mikill misskilningur. Ég breytti aðeins nokkrum orðum og niðurstaðan er alltaf þetta sama bölvaða bull og samsæriskenningar sem stafa frá formanni þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með glóðarauga á báðum eftir niðurstöður skoðanakannana sem benda til hroðalegs fylgistaps vegna dekur flokksins við ESB aðildina. Margklofinn flokkur, misskilinn og seinheppinn.
Þuríður hættir á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.