Ögmundur samþykkti aðild að ESB og hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu
2.9.2012 | 12:15
„Já, vertu nú hægur,“ segir innanríkisráðherrann í samtalsþættinum Á Sprengisandi sem Sigurjón M. Egilsson stjórnaði í dag á Bylgjunni. Maður sér fyrir sér handahreyfingu hins málglaða menns sem þaggar eldsnöggt niður í stjórnandanum og hann lét viðmælandann stjórna ferðinni.
Ögmundur Jónasson hefur alltaf rétt fyrir sér. Hann viðhefur líka slíkar málæfingar að enginn stenst honum snúning. Sigurjón, þáttarstjórnandi, reyndi að spyrja Ögmund um lögbrotið vegna ráðningu sýslumanns á Húsavík. Hann vísaði í þessi orð Ögmundar frá því 2004:
Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.
Og Ögmundur snýr sér léttilega úr þessu og segir: „Þú verður að átta þig á því hvað menn segja og af hvaða hvötum menn tala,“ og málinu er lokið. Hann má brjóta lög af því að honum finnst lögin ósanngjörn og dómurinn dónalegur.
Sigurjón reyndi að halda andliti og fór að ræða um ESB aðlögunarviðræðurnar. Ögmundur kann þá list að tala jafnvel þó engin hugsun sé að baki: „Ef þjóðin hefði verið búin að segja að hún vildi í ESB væri allt önnur staða uppi núna.“
Ekki er þetta nú mikil speki. Ögmundur samþykkti aðlögunarviðræðurnar, en vissi ekki hvað hann var að samþykkja. Síðan hefur honum þó hugur. Sigurjóni láðist hins vegar að spyrja Ögmund hvers vegna hann greiddi atkvæði gegn tillögu Sjálfstæðisflokksins um að umsóknin um ESB færi fyrst fyrir þjóðaratkvæði áður en viðræður hefðust. Hið eina rétta hefði verið að samþykkja þá tillögu.
Nei, Ögmundur vildi „kíkja í pakkann“. Ef til vill vissi hann ekki af því að það er enginn pakki. Allt tal um pakka var tómt plat. Viðræðurnar eru einhliða, Ísland á einfaldlega að taka upp lög og reglur ESB. Það er allt og sumt.
Þó verður að hrósa Ögmundi fyrir það skoðun hans að núna eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald umsóknarinnar að ESB.
En Sigurjón lét kallinn komast upp með innantómt tal og átti ekki sjéns í að stoppa hann af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Brosnar vonir! Og þar fór síðasti ráðherran forgörðum. Ég get ekki betur séð en Guðmundur Franklín sé sá eini kostur sem okkur stendur til boða eftir allar þessar hrakfarir hinna flokkanna. Han er þó með ferska vinda í seglum sínum og ekkert úldið í lestinni og er eitilharður og greindur. Mæli með honum núna.
Eyjólfur Jónsson, 2.9.2012 kl. 17:42
Ekki veit ég hvar það kemur fram óvéfengjanlega að Ögmundur hafi brotið lög.
Elle_, 2.9.2012 kl. 19:58
Nei, satt er það, en þetta með karl eða konu í embætti eftir því hvort umsækjandi er með eða ekki með tippi er fráleitt.
Eyjólfur Jónsson, 2.9.2012 kl. 23:09
Já Eyjólfur, algerlega fráleitt.
Elle_, 3.9.2012 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.