Ögmundur tættur sundur og saman

Yfirlýsingar til heimabrúks öðlast nú nýja merkingu þegar Ungir vinstri grænir heimta að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, biðjist nú afsökunar vegna brota á jafnréttilögum. Venjan er hins vegar sú að þegar um er að ræða stjórnmálamenn í öðrum flokkum þá er krafist afsagnar.

Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, er yfirleitt glöggur í samfélagsumræðunni. Í leiðara blaðsins í dag rifjar hann upp ummæli Ögmundar frá því 15. apríl 2004 er þáverandi dómsmálaráðherra hafði að mati kærunefndar brotið jafnréttislög. Þá sagði núverandi innanríkisráðherra:

Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.

Og Ólafur bætir við kannvíslega frá eigin brjósti: „Fín tillaga og enn í fullu gildi.“

Auðvitað er þetta hrikalega neyðarleg staða sem Ögmundur er búinn að koma sér í. Þar er hann á sama sviði og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sem líka braut jafnréttislög.

Þannig fer nú oft fyrir kjaftagleiðum stjórnmálamönnum sem halda að þeir séu að safna atkvæðum en í raun eru þeir óafvitandi að grafa sína eigin gröf. Fer nú ekki betur á því að hafa taumhald á sjálfum sér?

Ólafur Stephensen segir ennfremur um Ögmund í leiðaranum:

Ekki hefur orðið vart við að Ögmundur hafi reynt að velta neinum valdastólum eftir að hann komst sjálfur í einn slíkan. Og hann hafnar því alveg fjallbrattur að hann hafi áttframkvæma það kvótakerfi sem felst í jafnréttislögunum. Er hann þá ekki enn íhaldssamari en fólkið sem berst fyrir jafnari kynjahlutföllum í stjórnunarstöðum hjá ríkinu?

Þetta er nú allt svo bráðfyndið að jafnvel Spaugstofan myndi ekki kunna að sviðsetja svona farsa. Og hinir ungu og haukfránu ungu í Vinstri grænum telja nægilegt að slá á handarbak Ögmundar og segja: Ljótt, skamm. Svo er málið búið.

Og til að gera stöðu Ögmundar enn neyðarlegri, og kannski í senn grátbroslega, þarf Ólafur Stephensen endileg að rifja upp eftirfarandi orð innanríkisráðherrans sem hann glopraði út úr sér þegar hann leyfði sér að berja á þáverandi dómsmálaráðherra fyrir bot á jafnréttislögum:

Staðreyndin er sú að alltof oft fara ekki saman orð og athafnir og það á svo sannarlega við í þessum efnum. 

Það er nebbnilega það ... 
mbl.is Vilja að Ögmundur biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur samstíga UVG.

Sigurður Þórðarson, 31.8.2012 kl. 15:06

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er alveg bit yfir því að Ögmundur hagi sér svona og réttast væri að brjóta þetta Ríkisstjórnarsamband upp tafarlaust vegna þess að þau hafa ekkert gert annað en að setja meiri og meiri byrðar á herðar okkur skattgreiðenda á sama tíma og þau í kapp við hvort annað brjóta lög sem þeim finnst allt í lagi að gera vegna þess að þau eru þau og vegna þess þá þurfa þau ekki að axla ábyrgð...

Þetta fólk allt saman laug sig til valda á þeirri forsendu að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna ætluðu þau bjarga og að halda utan um ásamt því að þau átti að passa það að óreiðuskuldir eins og  Icesave yrði okkar skattgreiðenda að borga...

Þetta fólk er búið að grafa undan öllum stöðugleika hérna á Íslandi og öllu trausti með þessum svikum sínum og eru þau á góðri leið með að setja Landið á hausinn með þessum lánatökum sínum inn í framtíðina og tala svo um hagvöxt og góða afkomu þar frekar en að segja eins og er að þeim er búið að mistakast hrikalega endurreisnin Íslendingum til...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2012 kl. 15:21

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ps. leiðrétting...

óreiðuskuldir eins og Icesave yrðu EKKI okkar skattgreiðenda að borga...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2012 kl. 15:24

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ögmundur er langsamlega skásti ráðherrann í þessari stjórn.

Sigurður Þórðarson, 31.8.2012 kl. 15:42

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég áttaði mig á því hvað þú værir að segja, Ingibjörg.

„Skásti“ er tvímælalaust rétta lýsingarorðið, nafni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.8.2012 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband