Hornafjörður klúðrar kynningu á deiliskipulagi
31.8.2012 | 10:57
Alltof oft klúðra sveitarfélög kynningu á deiliskipulagi á vef sínum. Þar er þó heppilegasti vettvangurinn til kynningar enda auðveldast að nálgast vefinn og afla sér frekari upplýsinga.
Um daginn gagnrýndi ég Reykjavíkurborg fyrir að auglýsa deiliskipulag fyrir Heiðmörk og vísa til vefs borgarinnar. Mér til mikillar furðu var þar ekkert að finna um deiliskipulagið.
Núna virðist Sveitarfélagið Hornafjörður vera að klúðra kynningu á deiliskipulagi við Breiðamerkurlón á vef sínum. Í auglýsingu í Morgunblaðinu í morgun er vísað til vefs sveitarfélagsins en þar er hins vegar ekkert að finna um það á tilvitnaðri síðu. Annars staðar er þó að finna nær árs gamla kynningu.
Þetta gengur auðvitað ekki hjá sveitarfélögum. Ég hef starfað hjá sveitarfélagi og þar var rík áhersla á að kynning á deiliskipulagi væri tilbúin á vef, skrifstofu og annars staðar áður auglýsing var birt. Skil ekki hvernig Sveitarfélagið Hornafjörður og Reykjavíkurborg geta klúðrað svona einföldum hlutum.
Gæti trúað því að svona rugl geti haft einhverjar afleiðingar við ferli skipulagsins detti einhverjum í hug að kæra marklausa auglýsingu.
PS. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur nú sett upplýsingar um deiliskipulagið á heimasíðu sína. Rétt að það komið fram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.