Forysta VG svara ekki grasrót flokksins
29.8.2012 | 11:10
Eldmóður Óla Björns Kárasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, er meiri en flestra annara þingmanna hans og eiginlega skömm að því að hann skuli ekki vera þingmaður í fullu starfi.
Hann ritar grein í Morgunblaðinu í morgun og fjallar hann um væringar innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hann er eins og fleiri eru undrandi á þeim vígum sem þar eiga sér stað. Flokkurinn er margklofinn vegna þess að í upphafi sveik hann eitt mikilvægasta stefnumál sitt, andstöðuna við ESB.
Óli Björn segir eftirfarandi í grein sinni (feitletranir eru mínar):
Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson væru kallaðir hvolpar, hvað þá »Moggahvolpar«, af samflokksmönnum. Ekki eru mörg ár síðan öllum helstu fréttastofum - ríkisreknum sem einkareknum - hefði þótt það fréttnæmt ef aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins hefði kallað gamla forystumenn flokksins »Þjóðviljarakka«. En nú eru aðrir tímar og sjálfsagt talið að aðstoðarmenn sæki í smiðju forsætisráðherra sem lítur á þingmenn Vinstri-grænna sem »villiketti«.
Þegar andrúmsloftið í herbúðum Vinstri-grænna er með þessum hætti er ekki að undra að fáir hafi séð ástæðu til að koma heim að Hólum, sem er gamalt vígi Jóns Bjarnasonar, til að afgreiða ályktun um að fagna »þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB« og um leið hvetja »til að henni verði haldið áfram«. Á flokksráðsfundinum var því endanlegan látið undan hótunum Samfylkingarinnar um stjórnarslit.
Í stað andstöðu við aðild að Evrópusambandinu var framganga rússneskra stjórnvalda »gagnvart aðgerðasinnunum Pussy Riot sem hlotið hafa tveggja ára dóm fyrir friðsamleg mótmæli« fordæmd. Þá var talið nauðsynlegt að lýsa yfir andstöðu við hugmyndir »um lagningu rafmagnssæstrengs milli Íslands og Skotlands«. Í stað þess að berjast gegn ESB-aðild var talið rétt að Vinstri-grænir beiti sér fyrir því að hafin verði endurskoðun hegningarlaga og þá sérstaklega á grein »sem bannar svokallaða smánun á erlendu ríki« sem og grein er bannar guðlast.
Til að sýna þann alvöruþunga sem einkennir allt starf og stefnu Vinstri-grænna var samþykkt ályktun þar sem áréttað er »að jafnan skuli auglýsa stöður hjá hinu opinbera, í samræmi við opna stjórnsýsluhætti og lög«.
Með þessu var ekki verið að gera kaldhæðnislegt grín að formanni flokksins eða forsætisráðherra. Aðeins var verið að gefa þeim kjósendum langt nef, sem trúðu loforðum um opna og gegnsæja stjórnsýslu.
Já, það er þungi í ályktunum Vinstri grænna. Eflaust mun þó formaðurinn standa upp og segja rámri röddu að þetta sé ekkert að marka því Óli Björn Kárason sé ekki góð heimild um starfsemi flokksins. Að minnsta kosti gerði hann slíkt er Morgunblaðið birti tilvitnun í Vinstrivaktina gegn ESB sem Ragnar Arnalds, fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins ritstýrir. Ragnar hélt því fram að ályktanir flokksráðsfundar VG á Hólum hafi verið ólöglegar vegna þess hve fáir voru á fundinum. Þetta vakti Mogginn athygli á og fékk þá gusuna frá formanni VG í fréttatímum Ríkisútvarpsins.
Steingrímur J. Sigfússon hefur þann stjórnunarstíl að svara engu gagnrýni á ESB stefnu forystunnar eins og þessi upptalning er gott dæmi um:
- Hann víkur ekki einu aukateknu orðið að gagnrýni Ragnars Arnalds, og sýnist þó ærin ástæða til.
- Hann svarar ekki Hjörleifi Guttormssyni, sem ritað á sama hátt og Ragnar um ESB þjónkun VG.
- Ekki heldur hefur Steingrímur svarað formanni VG í Skagafirði sem hótar úrsögn úr flokknum verði ekki hætt við aðlögunarviðræðurnar við ESB.
- Steingrímur virðir að vettugi alla gagnrýni á forystu flokksins og beinast þær þó eingöngu að ESB stefnu forystunnar
Þess í stað sendir hann varaformanninn í ræðustól og fer sá með svívirðingar um samflokksmenn. Hann sendir Björn Val Gíslason, formann þingflokksins, sem skrökvar um gagnrýnendur innan flokksins og loks kaupir hann hlaupastráka sem uppnefna þá sem voga sér að vitna í stefnu flokksins gegn stefnu forystunnar.
Er von nema Vinstri hreyfingin grænt framboð (marxistarnir-lenínistarnir (eða eru það maóistarnir)) sé margklofið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Já þetta er hrikalegt hvernig þessi flokkur VG er búin að fara með sig og leika stuðningsmenn sína grátt.
Ekki nóg með að flokkurinn hafi með ESB svikum sínum misst meira en helming fylgis síns og einnig margt ágætra þingmanna og forystufólks um allt land.
Þá hafa þeir einnig misst alla virðingu og tiltrú annarra, sem margir hverjir virrtu VG fyrir stefnufestu sína og hugssjónir þó svo að þeir hefðu aldrei stutt þá í kosningum.
Í síðustu og þar síðustu kosningum studdi ég VG, sérstaklega út af einarðri stefnu þeirra gegn ESB aðild. Ég fékk fjölda annarra sem annars höfðu stutt aðra flokka meira að segja Sjálfsstæðisflokkinn til að gera slíkt hið sama.
Nú er þesssi flokkur búinn að gereyða sjálfum sér, sökum ESB svika sinna og Stalínskrar meðferðar Steingríms á flokknum.
Þessi Flokksráðsfundur var bara einn fáránleiki eins konar leiktjöld floksræðisins.
Dagskráin öll ákveðin af Ráðsstjórninni, fundurinn mátti ekki álykta um nein mál sem máli skiptu og hann var þrátt fyrir markvissa smölun Steingríms og co þá var hann samt svo fámennur og illa sóttur að hann gat víst varla talist löglegur, samkvæmt lögum flokksins. Enn einu sinni var grasrót flokksins fótum troðinn og sendur fingurinn.
Svo kom eina ályktunin svona í lokin alveg út í bláinn, það er að alls ekki mætti leggja rafstreng til Skotlands ?
Eins og það mál væri í alvöru á einhverri dagskrá ?
Nú er svo komið að ég mun ekki stiðja eða kjósa þetta svika flokksskrípi VG aftur og þó svo að ég hafi aldrei kosið Sjálfsstæðisflokkinn þá kemur hann nú allt eins til greina.
Þeir þurfa bara að skerpa á stefnu sinni gegn ESB aðild og þá mun fylgi þeirra vaxa stórum.
Gunnlaugur I., 29.8.2012 kl. 16:48
Takk fyrir innlitið, Gunnlaugur. Nú þarf að gera þá kröfu til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna að þeir vinni samkvæmt stefnuskrá og haldi sig við við hana.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.8.2012 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.