Harpan styrkt um 3 millur á dag

Ástæða er til að vekja athygli á stuttorðum pistli Vefþjóðviljans um þann undarlegan rekstur sem er í húsi því sem nefnist Harpan.

Í morgun var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að helmingur tekna útrásarhallarinnar fari í gjöld til Reykjavíkurborgar. 

Harpan fær um 3 milljónir á dag í styrk frá skattgreiðendum. Það virðist hafa farið framhjá stjórnarformanninum og einnig Fréttablaðinu.

Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður eignarhaldsfélags Hörpunnar segir:

Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta.

Er það virkilega?

Hvað með þessar þrjár milljónir sem Harpan fær daglega í styrk frá skattgreiðendum?

Hvernig getur dagblað látið nota sig svona?

Hvernig er hægt vera fjölmiðilll og vita ekki að auk annarra rekstrartekna fær útrásarhöllin þúsund milljónir á ári frá ríki og borg? 

Á meðan vantar fjármagn til að kaupa tæki í sjúkrastofnanir svo aðeins eitt dæmi sé tekið.

Ég spái því að niðurstaða viðræðna Jón Kristinssonar og Katrína Jakobsdóttur, menningarmálaráðherra, verði sú að leiga Symfóníuhljómsveitarinnar verði hækkuð sem nemur fasteignagjöldunum og allir una eftir það glaðir við sitt. Nema kannski starfsfólk Landspítalans-háskólasjúkrahúss ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband