Katrin reynir að tala sig út úr vandanum

Svik forystu Vinstri grænna eru ekki einungis bundin við stefnu sína og eigin flokksmenn heldur hafa áhrif út um allt þjóðfélagið og á stöðu Íslands meðal Evrópuríkja. Þessi leikur að samþykkja kröfu Samfylkingarinnar um aðildarviðræður að ESB var einungis gerður til að tryggja aðild að ríkisstjórn. Dýpra rista nú ekki hugsjónir og stefnumið sumra stjórnmálamanna. 

Svo reynir fólk eins og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, að tala sig út úr vandanum eða öllu heldur framhjá honum. Flokksráðsfundurinn lætur eins og enginn sé ágreiningurinn og vandamálin séu öll horfin út í veður og vind. Þá er talað um samstöðu vinstri- og félagshyggjuflokka. Gripið er til ómerkilegra frasa og neitað að horfast í augu við raunveruleikann.

Hann er sá að fylgið hrynur af Vinstri grænum, ekki aðeins vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar heldur líka vegna ESB málsins. Þó svo að andstæðingar aðildar að ESB hafi haft sig hæga á þessum flokksráðsfundi segja mína heimildir að haustið muni verða forystunni erfitt. Hvernig má annað vera þegar hún hefur svikið stefnuskrá og flokksmenn.

Þá taka við úrsagnir úr flokknum, hörð gagnrýni þeirra sem eftir sitja á forystuna. Spái því að þetta endi með því að hún hrökklist frá fyrir jól og ríkisstjórnin fellur.


mbl.is Áfram samstarf vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband