Fjármálaráðherra lætur ríkissjóð tapa

Margir ráku upp stór augu þegar fjármálaráðherrann steig fram og kom með nýja skilgreiningu á 7% virðisaukaskatti, nefnir það „undanþáguskattþrep“. Einn þeirra sem skilur lítið í þessu Halldór Blöndal, fyrrum þingmaður og ráðherra, og laí honum hver sem vill. Hann segir í snjallri grein í Morgunblaðinu í morgun (feitletranir eru mínar):

Þegar fjármálaráðherra varpar því fram að 7% virðisaukaskattur í alþjóðlegri samkeppnisgrein jafngildi ríkisstyrk opinberar hún um leið að hún skilur ekki eðli alþjóðlegra viðskipta og þann grundvallarmun sem er á virðisaukaskatti og söluskatti. Það er bágt í hennar stöðu. Og þegar farið er með talnarunu í fréttum ríkisútvarpsins til að sýna fram á að ekki hafi verið greiddur virðisaukaskattur af gistingu í sjö ár er það auðvitað þvættingur og í besta falli misskilningur.

Halldór er ekkert að skafa af því enda fór fjármálaráðherrann með tóma vitleysu ena hefur hún líklega ekki litið á dæmið í heild sinni. Ég tók eftir því að skyndilega var farið að snúa málinu við, rétt eins og fjármálaráðuneytið teldi á ráðherra sinn væri hallað og því þyrfti að skjóta föstum skotum að ferðaþjónustunni. Því var nefnilega haldið fram að engin virðisaukaskattur hafi verið greiddur af gistingu og það væri nú aldeilis hræðilegt. Hvorki fréttastofa Ríkisútvarpsins, sem mest fjallaði um málið, eða fjármálaráðherra voru með staðreyndir á hreinu.

Halldór segir hins vegar:

Þessi 17,5% hækkun á gistirými lendir með fullum þunga á erlendum ferðamönnum og þrengir af þeim sökum að öllum greinum ferðaþjónustunnar, sem er í alþjóðlegri samkeppni. Þegar ferðamaðurinn ákveður hvaða land hann heimsækir horfir hann til fasta kostnaðarins fyrst af öllu. Þar vegur gistikostnaðurinn þungt. Afleiðingarnar verða óhjákvæmilega þær, að erlendum ferðamönnum fækkar og þar með minnka gjaldeyristekjur okkar af þessari atvinnugrein og atvinnulausum fjölgar með tilheyrandi uppsögnum. Á hinn bóginn liggur fyrir, að hvergi eru skattsvik og undanskot meiri en í hinum ýmsu greinum ferðaþjónustunnar. Með því að hækka virðisaukaskattinn er verið að gera þvílíkri atvinnustarfsemi léttara fyrir.

Halldór bætir því við að hækkun virðisaukaskattsins á gistingu sé öðrum þræði landsbyggðaskattur því auðvitað eiga ekki allir sem búa úti á landi kost á því að gista hjá vinum eða ættingum þegar þeir þurfa að sinna erindum í Reykjavík. Og eins þykir mörgum nú þegar nóg um hvað gisting er dýr og því munu landsmenn leggjast minna í ferðalög, rétt eins og þegar álögur á bensín eru hækkaðar.
 
Allt er þetta hin mesta hringavitleysa sem endar aðeins á einn máta. Ríkissjóður tapar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband