Íhaldið og KR-ingurinn

Hann er íhald, feykiblátt íhald en um leið svo ákaflega víðsýnn og kátur maður að það er ekki annað hægt en að dást að lífssgleði hans í tilverunni. Hann er KR-ingur, lék með KR í gamla daga þegar ég gekki í gegnum Hlíðarnar til æfinga á Valsvellinum og vissi ekkert verra en þessa vesturbæinga sem „eru svo montnir þegar þeir skora“, svo gripið sé röksemda bróður míns gegn KR. Báðir áttum við þó eftir að snúast.

Kjartan Gunnar Kjartansson, blaðamaður á Morgunblaðinu, er einn ritfærasti maður sem ég þekki. Þegar við kynntumst vissi ég ekkert um dimma fortíð hans; að hann væri bundinn KR fyrir lífstíð, sat í fangelsi vegna þess að hann málaði mótmælaslagorð vegna byggingar Seðlabankahússins, var einn af verndurum Bernhöftstorfunnar og fleira má upp telja.

Leiðir okkar lágu saman í Vöku í Háskólanum og síðar í KR. Já, við vorum með drengi á sama aldri og ég, Valsarinn, gat auðvitað ekkert annað gert en að fara með hann á fótboltaæfingar í KR. Þar byrjaði breytingin, ég varð KR ingur og fetaði ég þar í fótspor bróður míns sem alla æfi sá eftir þessum ofangreindu orðum sínum.

Ástæðan fyrir þessu hjali mínu er sú að Kjartan ritar svo einstaklega skemmtilegan pistil í Moggann í morgun um KR, bikarinn, lífið, sagnfræðina, einangrunarhyggju, alþjóðahyggju og ... Samfylkinguna sem „hafa aldrei viljað útrýma þjóðerniskennd, heldur koma á nýrri: Þjóðerniskennd Evrópu.

Annars hefði aldrei neitt orðið úr Kjartani nema vegna þess að hann hitti hana Mörtu sína svo ákaflega snemma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, ég hef svipaða reynslu og þú,kæri bloggvinur, Sigurður.Ég ólst upp á svæði, þar sem

strætisvagnaleiðin hét: Njálsgata-Gunnarsbraut-Sólvellir með viðkomu á Lækjartorgi !

Skólabörn vestan lækjar sótt vel sundkennslu í Sundhöllinni, en við, Austurbæingar, lærðum að synda hjá Vigni Andréssyni. Hann var góður kennari, en þótti óárennilegur með stóru bambusstöngina á lofti !

Ég átti skólabróður,sem bjó á Laugavegi, innarlega, og var mikill KR-ingur. Margir stríddu honum vegna þessa, en lét slíkt ekki á sig fá.Við (3-4ir) vinir hans létum enga komast upp með einelti af nokkru tagi. Ég eignaðist síðar konu með KR-blóð í æðum og hjónaband okkar hefur verið farsælt.!?!

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 21.8.2012 kl. 10:49

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Villur..5.lína: skólabörn sóttu........

Kristján P. Gudmundsson, 21.8.2012 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband