Velferðarstjórn brýtur niður

Fyrri leiðari Morgunblaðsins er afskaplega forvitnilegur og er þó ekki dregið úr gildi þess seinni. Í leiðaranum er fjallað um skuldir ríkisssjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga. Þar segir:

Búið var í haginn fyrir framtíðina og lífeyrisdæmi ríkisins gert upp með viðráðanlegum hætti. Þetta var gert á 10 ára tímabili frá árinu 1999. 

Svo kemur þessi áhugaverði kafli:

„Velferðarstjórnin“ skar þessar greiðslur niður í núll á fjárlögum án þess að framtíðarvandi ríkissjóðs sem óx um samsvarandi fjárhæð væri færður til bókar. Þetta var blekkingarleikur. Fjárlagadæmið var fegrað með fölsunum. „Hruninu“ var kennt um. 

Og leiðarahöfundur heldur áfram og talar örugglega af mikilli þekkingu og ræðir nú um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.

Fjármunir höfðu verið settir til hliðar og áttu að verða grundvöllur uppbyggingar sjúkrahúskerfisins. Þeir hurfu. Breyttar aðstæður gátu réttlætt það. En ekki hitt að koma framtíð háskólasjúkrahúss í öngstræti

Með því að bera fyrir sig hrunið hefur „velferðarstjórnin“ tekið fjármuni sem af ráðdeild var ætlað í önnur verkefni og notað til daglegs rekstrar auk þess að hækka skatta landsmanna. Á sama tíma var verið að henda ómældu fé, á grundvelli pólitísks geðþótta, í SpKef og Sjóvá svo tvö dæmi af mörgum séu nefnd, segir leiðarahöfundur réttilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband