Undanţágu krafist vegna nauđgunarákćru
19.8.2012 | 11:27
Mál Julian Assange er dálítiđ undarlegt og um leiđ dálítiđ flókiđ. Ţađ hefur vakiđ athygli mína hversu mildum höndum fjölmiđlar hér á landi og annars stađar hafa fariđ um manninn. Hann er nćstum ţví međhöndlađur sem hetja af ţví ađ hann greindi frá fjölmörgum málum og nöfnum á Bandaríkjamönnum sem áttu ađ fara leynt en bandarísk yfirvöld telja ađ hafi veriđ hrikalega skađlegur verknađur.
Ég velti fyrir mér hvernig umfjöllunin vćri ef Assange vćri ekki stofnandi Wikileaks. Í dćminu vćri ţá enn eftir stefna vegna rannsóknar á tveimur nauđgunum í Svíţjóđ. Fyrir minni sakir hafa menn veriđ handteknir og fluttir á milli landa. Ţađ breytir greinilega öllu ađ vera frćgur og á móti bandarískum hagsmunum.
Nú ţykir nauđgun svívirđilegur glćpur og hér á landi hefur ýmislegt veriđ sagt og skrifađ til ađ sporna viđ honum. Jafnvel hefur veriđ krafist ţyngri dóma fyrir nauđgun ţví hún er talin miklu meiri en alvarleg líkamsárás eins og margir freistuđust til ađ halda hér áđur fyrr.
Enginn hefur ţó skipulagt mótmćli fyrir framan breska sendiráđiđ og krafist réttlćtis fyrir hönd sćnsku kvennana. Engin umrćđa er um nauđgunarkćrurnar nema ţá helst ađ gera lítiđ úr ţeim og draga úr málavöxtum sem byggđ eru á sćnsku lögunum.
Fyrir ţá stađreynd ađ Julian Assange er talinn nokkurs konar krossferđariddari gegn Bandaríkjunum er fariđ um hann mildari höndum en ađra ţá sem gerast sekir um nauđgun. Er ţá stađan sú ađ ákćra um nauđgun sé ekki eins alvarleg ef viđkomandi karlmađur telst hetja í starfi sínu? Getum viđ samţykkt undanţágur frá nauđgunarákćru?
Um daginn mćtti á annađ hundrađ manns fyrr framan rússneska sendiráđiđ og mótmćlti dómum yfir ţremur stúlkum sem höfđu unniđ ţađ eitt til saka ađ hafa truflađ friđinn Gjörspillt rússkneskt dómskerfi dćmdi ţćr tveggja til ţriggja ára dóm fyrir svo léttvćgt brot ađ hér á landi myndi ţađ varla duga til annars en lítilsháttar sektar.
Enginn efnir hins vegar til mótmćla til stuđnings tveimur konum í Svíţjóđ sem ýtt er út fyrir allt réttlćti vegna ţess ađ meintur nauđgari er stofnandi Wikileaks og hefur sem slíkur, frćgur og auđugur, komist upp međ ađ setja skilyrđi fyrir ađ mćta til dóms.
Svíar heiti ţví ađ framselja ekki Assange | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Máliđ snýst ekki um kćrurnar um kynferđisbrot. Ţađ er eitthvađ sem ćtti ađ ganga sinn rétta veg í dómskerfinu og flestir eru sammála um ţađ. Ţetta snýst um ţađ ađ ef Assange kemur til Svíţjóđar ţá verđur hann framseldur til Bandaríkjanna og ţar verđur hann settur í ćvilangt fangelsi án dóms og laga eđa tekinn af lífi.
Máliđ snýst um ađ Bandaríkin eru eru ađ ofsćkja blađamann vegna ţess ađ hann birti sannleikann. Ţađ eina sem Svíţjóđ ţarf ađ gera er ađ gefa loforđ um ađ ţeir muni ekki brjóta mannréttindi og framselja hann til annars ríkis.
Kristján Bjarni Guđmundsson, 19.8.2012 kl. 12:09
Allir eru saklausir uns sekt er sönnuđ. Ţađ er ađalmáliđ, en ekki fyrir hvern hver vinnur. Eđa er ţađ ekki réttlátt?
Ţađ er stađreynd ađ spillt stjórnsýsla óttast sannleikann, og gerir allt til ađ ţagga hann niđur. Afleiđingarnar eru endalausar hörmungar.
M.b.kv.
Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 19.8.2012 kl. 12:12
Mađurinn hefur veriđ hrakinn á flótta og leitađ skjóls á sendiráđsskrifstofu í óvinveittu ríki.
"Mildar hendur" ???
Julian Assange er kannski andlitiđ út á viđ, en á bakviđ hann og ţá sem ađ Wikileaks standa er fólk sem á raunverulega undir högg ađ sćkja eins og Bradley Manning sá sem ljóstrađi upp gögnum Bandaríkjahers. Hann hefur veriđ fangelsađur og pyntađur af bandarískum stjórnvöldum án dóms og laga, fyrir ţađ eitt ađ koma sannleikanum á framfćri. Ađför ađ ţeim sem hafa reynt ađ koma honum til varnar, ţar á međal Wikileaks, er um leiđ ađför ađ sannleikanum.
Ef ţađ hefur veriđ fariđ "mjúkum höndum" um eitthvađ í umfjöllun um ţessi mál er ţađ viđbjóđslegt framferđi stjórnvalda í hinum engilsaxneskumćlandi löndum beggja vegna Atlantshafs og fylgiríkja ţeirra, sem réttilega verđskuldar harđa gagnrýni.
Guđmundur Ásgeirsson, 19.8.2012 kl. 17:52
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.