Forgengilegir skaflar í Gunnlaugsskarđi og Kerhólakambi

830700-5 - Version 2

Stundum er gaman ađ vera áhugaljósmyndari, sérstaklega ef mađur hefur hirt vel um myndirnar sínar og geymt ţćr skipulega. Skannađar slides myndir eru oft lítiđ merkilegar í samanburđi viđ stafrćnar.

830901-6 - Version 2

Sá ađ einn af gćđabloggurum landsins, Emil Hannes Valgeirsson, birti nýlga gamla mynd úr gönguferđ á Esjuna, tekin í lok ágúst 1995. Hann gekk upp Gunnlaugsskarđ, sem er nún frekar erfitt fyrir göngumenn, ţó ekki ófćrt. Og í skarđinu var enn skafl ţó liđiđ vćri langt á sumar. Ţađ ţykir Emil skiljanlega merkilegt.

850629-34 - Version 2

Hann hefur mikinn áhuga á Esjunni, sérstaklega hvernig hún veđrast frá einu ári til annars. Hann hefur meira ađ segja tekiđ rađmyndir af henni, ein mynd á dag, frá sama sjónarhorni í heilt ár.

Umfjöllun Emils kveikti áhuga hjá mér, enda er ég líka óskaplega hrifinn af Esjunni. Ţess vegna leitađi ég ađ myndum af fjallinu frá ţví á níunda áratugnum, mundi ađ ţá hafđi ég hafđi veriđ afskaplega áhugasamur um gönguferđir á hana á ţessum tíma. 

Hér er svo afraksturinn. Efsta myndin er tekin í júlí 1983 í fjörunni viđ Seltjarnarnes. Esjan var ţá hvítflekkótt og ţannig ţekkir nú engin hana ađ sumarlagi. Gunnlaugsskarđ var hvítt og skaflinn viđ Kerhólakamb á sínum rótgróna stađ. Ég á ađra mynd sem tekin var í lok júní á ţessu ári og ţar fer ekkert á milli mála ađ Esjan er fastheldin á snjóskafla.

660700 Pabbamyndir - Version 2 (1)

Nćsta mynd var tekin úr Hallgrímskirkjuturni í byrjun september á sama ári. Hún hefur hrist af sér mestan snjóinn en engu ađ síđur eru skaflar í Gunnlaugsskarđi eins og vera ber og greina má skafl í Kerhólakambi.

Ţriđja myndin er tekin viđ Laugarnes í lok júní 1985. Myndin er sláandi lík fyrstu myndinni, ţeirri sem tekin var tveimur árum fyrr, ţó er ađeins minni snjór í fjallinu.

660700 Pabbamyndir-1 - Version 2 (1)

Líklega get ég fundiđ fleiri myndir sem ég hef tekiđ af Esju, en er ég var ađ velta ţví fyrir mér mundi ég eftir myndunum sem fađir minn, Sigurđur Skúlason, hafđi tekiđ. Hann hafđi víđa fariđ og tekiđ myndir og sumar myndirnar eru bara ansi góđar og áhugaverđar heimildir um byggingasögu borgarinnar.

Fjórđu myndina tók fađir minn úr hálfbyggđum turni Hallgrímskirkju. Fyrir neđan er veriđ ađ byggja Iđnskólann og dráttarbáturinn Magni er á leiđ út á Sundin.

Fimmtu myndina tók fađir minn af gamla Útvegsbankanum. Horft yfir svćđiđ ţar sem nú stendur tónlistarhúsiđ Harpan, tómur grunnur fyrir hótel, Seđlabankinn og fleira. Sannarlega fróđleg mynd enda mikiđ athafnalíf á ţessum slóđum.

Ekki veit ég nákvćmlega hvenćr myndirnar tvćr voru teknar. Gćti trúađ ţví ađ ţađ hafi veriđ um mitt sumar 1966.

Hiđ merkilegasta viđ ţćr er ađ ţeim sjást aungvir skaflar í Esjunni. Skannađi ég ţó myndirnar mjög nákvćmlega. Myndirnar eru stćkkanlega ef áhugi er fyrir ţví ađ skođa ţćr nánar.

Sem sagt aungvir skaflar 1966, fullt af sköflum 1983 og 1985 og hingnandi skaflabúskapur 2012.

Ekki ćtla ég ađ draga endanlega ályktun af ţessum myndum enda varla mögulegt. Hitt er ţó ljóst ađ hitastig ađ sumarlagi hefur veriđ ákaflega mismunandi allt frá ţví ađ viđ fórum ađ góna á Gunnlaugskarđ og Kerhólakamb sem endanlega sönnun um hitastig á suđvesturhorni landsins. Líklega liggur lausnin falin í veđurfarslegum gögnum frá ţví 1966 eđa ţar um bil.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sćll. Ţetta eru alveg frábćrar myndir sem hćgt er ađ stúdera fram og aftur. Merkilegt ađ sjá myndirnar frá 1983 sem eru teknar eftir kaldan og snóţungan vetur en sumariđ var alveg annálađ leiđindasumar. Apríl ţađ var sá kaldasti síđan 1920.

Ţađ verđist vera vafi á ţví hvort síđasti skaflinn hafi alveg horfiđ áriđ 1966 en síđustu myndirnar benda ţó til ţess, hafi ţćr veriđ teknar ţađ ár. Áriđ 1964 hurfu ţeir hinsvegar snemma eftir mjög hlýjan vetur. Eftir ţađ hófst kuldaskeiđiđ sem stóđ til árins 1995 en á ţví tímabili hurfu ekki skaflar fyrr en áriđ 1998 og svo öll árin eftir 2001 nema í fyrra ţegar herslumuninn vantađi.

Svo má benda á fróđlega grein á Veđurstofuvefnum eftir Pál Bergţórsson, Fannir í Esju mćla lofthita, ţar sem er mjög góđ útlistun ţessu: http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/2068%20%20

Emil Hannes Valgeirsson, 16.8.2012 kl. 10:22

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Bestu ţakkir fyrir innlitiđ, Emil. Bjóst fastlega viđ ađ ţú myndir geta varpađ einhverjum ljósi á myndirnar. Eins og fram kemur í pistlinum er ég ekki alveg viss um hvenćr pabbi tók ţessar tvćr síđustu myndir, bara ágiskun hjá mér. Mér sýnist ađ á myndinni sé Kjörgarđur í byggingu, hann var byggđur 1959 og síđar, líklega 1964, var fjórđu hćđinni bćtt viđ. Ţar međ getur ártal myndarinnar veriđ komiđ.

Ég man ţokkalega eftir sumrinu 1983 en veđrinu hef ég gleymt eins og oftast. Ţegar ég skođa myndir frá ţessu sumri finnst mér ekkert óvenjulegt í fljótu bragđi. Fór til dćmis um miđjan júní í flug um Suđurland međ ţeim ágćta ljósmyndara Birni Rúrikssyni. Ţegar ég skođa ţćr myndir kemur í ljós talsverđur snjór víđast á fjöllum. Hekla í miđjar hlíđar, mikill snjór sunnan Landmannalauga. Ţá fór ég ađ skođa ađrar myndir nánar. Í seríu frá Heiđmörk um miđjan júlí sýnist mér gróđur ekki mjög gróskulegur, rétt eins og kuldatíđ hafi seinkađ vexti. Snjóflekkir í Bláfjöllum og enn meiri í Hengli. Já, líklega var sumariđ 1983 bara frekar kalt.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 16.8.2012 kl. 12:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband