Einföld ástæða fyrir hugarfarsbreytingu VG

Þegar litið er á meinta hugarfarsbreytingu þingmanna VG vegna aðildar Íslands að ESB þarf að skoða hvað valdi. Skýringanna er t.d. ekki að leita í eftirfarandi:

  • Þingmönnum VG hefur snúist hugur vegna þess að ferlið hefur sýnt þeim eitthvað annað en þeir héldu um ESB.
  • Þingmönnum VG viðurkenna að þeim hafi orðið á mistök við samþykkt aðildarumsóknar á árinu 2009.
  • Þingmönnum VG hefur skilist að fullveldisafsal Íslands verði alltof mikið við inngöngu í ESB.
  • Þingmönnum VG telja að sjálfstæði Íslands sé hætta búið við inngöngu í ESB.
  • Þingmenn VG telja útséð um að íslenskum landbúnaði sé hætta búinn vegna inngöngu í ESB.
  • Þingmenn VG hafa áttað sig á að engar ívilnanir verða gefna vegna íslensk sjávarútvegs við inngöngu í ESB og landhelgin opnuð öðrmu fiskveiðiríkjum sambandsins.
  • Þingmenn VG telja að efnahagskreppan í ESB muni hafa í för með sér mikla erfiðleika fyrir Ísland gangi landið í sambandið.
  • Þingmenn VG hafa hlustað á grasrótina í flokki sínum sem er alfarið á móti aðild að ESB

Nei nei, nei. Skýringanna er einfaldlega að leita í hrakförum VG í skoðanakönnunum. Þær benda til þess að flokkurinn verði langt undir 10% í kjörfylgi við næstu þingkosningar.

Þingmenn VG eru einfaldlega orðnir hræddir um þingsætin sín. Steingrímur lofaði þeim í upphafi að samþykt aðildarviðræðna við ESB hefði engin áhrif, hann einfaldlega sæi það ekki fyrir.

En Steingrímur og aðrir forkólfar misreiknuðu almenningsálitið og það er að verða VG dýrt rétt eins og ríkisstjórnin er landsmönnum.


mbl.is Ekki brot á stjórnarsáttmálanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valbjörn Steingrímsson

Tilbúið leikrit með aðalleikarann utan þjónustsvæðis.  Hver trúir þessu bulli

Valbjörn Steingrímsson, 13.8.2012 kl. 22:42

2 Smámynd: Elle_

Enginn trúir þessu gegnglæra falsi að ég viti.  En bendi á að alþingismenn VG ekki bara voru með í Brussel-umsókninni í fyrstunni, heldur hafa þeir ítrekað varið ruglið og neitað að draga það til baka.  Vonandi drepst flokkurinn.  Og með hverfandi Samfylkingunni.

Elle_, 13.8.2012 kl. 23:59

3 Smámynd: Sólbjörg

Þingmenn og ráðherrar VG vita hvað til sín friðar heyrir.

Þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís eru ekki sannfærandi í "uppreisn" sinni gegn formanninum. Þær hafa trúlega fyrst fengið leyfi frá Steingrími til að þykjast vera með uppsteyt til að róa kjósendur VG. Húllumhæið er sett í gang á meðan SJS er í sumarfríi og karlinn brosir föðurlega út í annað yfir því hvað "stelpurnar hans" eru nú sniðugar.

Að halda í ráðherrastólanna er orðið að keppni hjá VG í að blekkja kjósendur sem mest.

Sólbjörg, 14.8.2012 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband