Hættið að gera við Hvanná, hún lagar sig sjálf

DSC_0141

Fátt leiðist mér meir en þegar ég geri mig sekann um villur í landafræði, nema ef vera skyldi þegar blaðamenn lenda í sama pytti. Hægt er að komast í Þórsmörk án þess að fara yfir Hvanná. Höfum það á hreinu.

Gangandi fólk kemst í Mörkina um Almenninga eða yfir Fimmvörðuháls og farið á göngubrú yfir Krossá.

Jeppamenn geta ekið yfir Markarfljót, þó ekki sé beinlínis greiðfært yfir hana á þessum tíma árs. Möguleikinn að að minnsta kosti fyrir hendi. Einnig er hægt að aka fyrir Merkurrana og í Húsadal, það er gert talsvert áður en komið er að Hvanná.

Ætli fólk í Langadal í Þórsmörk eða í Bása á Goðalandi þarf hins vegar að aka eða vaða Hvanná.

Svo er það annað að í fréttinni er hermt eftir Vegagerðinni að unnið sé að „viðgerðum“. Hvenær í ósköpunum hefur verið gert við ótamda á, skaðræði sem eiginlega má flokkast með jökulám?

Ekkert vað er á Hvanná vegna þess að áin tekur breytingum frá einum tíma til annars. Það er tilviljun ein að hægt sé að aka sömu leiðina yfir ána í einhvern tíma. Byggist það á því að lítið vatn er í ánni. Að öðrum kosti er hún alltaf erfið viðureignar.

Ég hef hvorki þá trú né traust á Vegagerðinni að hún geti nokkurn tímann „gert við“ Hvanná. Þetta segi ég með fullri virðingu fyrir þessari stofnun. Raunar á ekki að vera að grauta í ánni, hún lagast alltaf af sjálfsdáðum, án mannsvits. Stundum tekur það smátíma. 

Meðfylgjandi mynd tók ég fyrir tveimur árum er aska var í lofti. Horft er inn Hvannárgil og nær því upp á Fimmvörðuháls.  


mbl.is Leiðin yfir Hvanná enn varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband