Niður með fjöllin

Fjármálaráðherra ku einnig vera að vinna að sameiginu allra launþegasamtaka í einn. Markmiðið er að stuðla meiri jöfnuði. Æskilegt væri að sameina banka landsins og fækka inneignarreikningum í einn sameiginlega. Um leið væri æskilegt að landmenn allir notuðu sama greiðslukortið. Allt þetta myndin stuðla að meiri jöfnuði enda ætlunin að ná honum með því að draga úr tekjum þeirra sem hafa einhverjar og bæta þeirra sem engar hafa.

Niður með fjöllin, upp með dalina. Það mun óneitanlega skapa jöfnuð. 


mbl.is Oddný undirbýr einn lífeyrissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti Sigurður.  Að vera neikvæður er í sjálfum sér ekki óeðlilegt svona rétt eftir verlunarmannahelgi,  en neikvæðnin þín þarfnast læknishjálpar. 

Þorkell Sigurjónsson, 7.8.2012 kl. 18:20

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Telst var neikvæðni að vara við einhæfni. Nauðsynlegt er að athugaemdir hér séu málefnalegar, í það minnsta skondnar. Athugasemdir sem eru lítillækkandi eru engum til sóma.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.8.2012 kl. 18:26

3 Smámynd: Elle_

Pistillinn var ekki neikvæðari en fréttin og ég tek undir hann.  Miðað við óhæfi og vanhæfi og yfirgang flokks Jóhönnu, mætti hann vera miklu neikvæðari. 

Næst munu þessir svokölluðu ´jafnaðarmenn´ tæma öll hús landsins og sameina þau í 1 ógeðslegan kassa eða gímald.  Næst gefa Brusselbákninu öll húsin og troða öllum landsmönnum ofan í gímaldið.  Saman.

Sjálfskipaðir sálfræðingar eru annars óþolandi.

Elle_, 7.8.2012 kl. 19:37

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fjöll eru bara dalir á hvolfi, eins og skáldið sagði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2012 kl. 20:54

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góður, Svanur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.8.2012 kl. 20:56

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti Sigurður.  Ekki var það ætlun mín að særa þig á nokkurn hátt   Við erum greinilega ekki á sama máli með þá góðu viðleitni okkar frábær fjármálaráðherra að sameina alla líeyrisjóði undir einum hatti,  sem ætti auðvitað að vera búið að gera fyrir löngu síðan. 

Þorkell Sigurjónsson, 7.8.2012 kl. 21:28

7 Smámynd: Geir Magnússon

Ég er sammála Sigurði. Hver einstakur lífeyrissjóður

er eign ákveðins hóps fólks.Það fólk kýs svo stjórn sjóðsins. Það væri nær að stofna samband lífeyrissjóða sem sæi um allt bókhald og pappírsvinnu. Sambandið myndi svo bjóða út ávöxtun og hafa lista af ávöxtunartækifærum, sem hinir einstöku sjóðir gætu valið af. Þetta myndi spara hinum einstöku sjóðum í bókhaldi og gefa þeim kost á fjölbreytni í ávöxtun.  

Geir Magnússon, 7.8.2012 kl. 22:33

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tómur misskilningur hjá þér og fleirum, Þorkell. Ráðherrann ætlar ekki að fara að þínu ráði og stofna einn lífeyrissjóð fyrir þjóðina skv. því sem mbl.is segir í kvöld:

„Gunnar Tryggvason, aðstoðarmaður ráðherra, sagði aðspurður að með þessu yrði réttur opinberra starfsmanna jafnaður út við rétt annarra iðgjaldenda í lífeyrissjóði og að markmiðið væri að á eftir ríkti jöfnuður hvað varðar lífeyrisréttindi. Aldrei hefði staðið til að sameina alla lífeyrissjóði í landinu.“

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.8.2012 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband