Deiliskipulag um Heiðmörk týnt í kerfinu

Hei#E53B0

Það er auðvitað á ábyrgð borgarstjórar, sem æðsta framkvæmdastjóra Reykjavíkur, að stjórnkerfið í Reykjavík gagnist borgurunum. Kannski veit hann það ekki. Má vera að hann sé að máta föt fyrir næstu Gay Pride göngu eða brýna skærin fyrir einhverja vígsluna. Hvað veit ég? Störf borgarstjóra eru mörg og erfið.

Í dag reyndi ég að fara inn á vef hjá borginni sem í auglýsingu er nefndur www.skipbygg.is. Borgin er þó ekki komin í skipasmíðar heldur er þetta skipulags- og byggingarsvið - held ég. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag er nefnilega auglýst nýtt deiliskipulag um þann hluta Heiðmarkar sem tilheyrir Reykjavík. 

Deiliskipulagi fann ég ekki á þessum tilgreinda vef, sem raunar er ekki til. Linkurinn breytist úr www.skipbygg.is í http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3817/. Og ég er engu nær um hvernig er verið að skipuleggja Heiðmörkina. Þarf þó að vita það fyrir 12. september að öðrum kosti telst ég samþykkja tillöguna, samkvæmt auglýsingu skipulagsstjóra Reykjavíkur. Man þó ekki til þess að hafa veitt honum umboð til þess arna.

Hei#E53AD

Laddi raulaði einu sinnum Austurstræti og spurði í laginu hvort hann Birgir vissi af'essu ... og átti við allt annað en hér er til umræðu. Því er ekki úr vegi að spyrja núna hvort hann Jón Kristinsson viti af'essu. Varla er verið að narra okkur borgarbúa með innihaldslausri tilvísun í auglýsingu.

Svo er það hitt að vefur borgarinnar virðist um allt vera frekar óþægilegur til notkunar. Að minnsta kosti gat ég ekki fundið neitt um nýtt deiliskipulag um Heiðmörkina. En auðvitað er það bara mér að kenna.

Ég leyfi mér nú að geta upp á því hvað verið er að gera í Heiðmörk.

  • Væntanlega er verið að malbika vegi svo notendur þessarar stórkostlegu útivistarparadísar þurfi ekki að nýta hana í rykmekki.  
  • Sett verða upp fleiri borð og bekkir
  • Göngustígar verði endurbættir
  • Göngustígum verði fjölgað
  • Kortaskilti verði bætt og þeim fjölgað
  • Settir verða upp vegprestar með vegalengdum
  • Komið verði upp góðri aðstöðu fyrir veiðimenn
  • Brúin við Helluvatn verði endurnýjuð
  • Salernisaðstaðan verði stórbætt
  • Vatnspóstar verði settir upp á gönguleiðum
Fyrir mitt leyti samþykki ég þetta. Annað sem fram kemur í deiliskipulaginu vildi ég gjarnan fá að sjá og afturkalla hér með það umboð sem skipulagsstjórinn í Reykjavík telur sig hafa fyrir mína hönd og væntanlegra annarra vandamanna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband