Stígagerđ viđ Heljarkamb fyrir 20 árum

DSC_0173

Tuttugu ár eru nú síđan tíu manna hópur axlađi haka, skóflu, keđjur og fleira smálegt og lagđi upp frá Básum í ţeim göfuga tilgangi ađ laga gönguleiđina yfir Fimmvörđuháls ţar sem hún liggur um Heljarkamb.

Leiđin hafđi alltaf veriđ frekar leiđinleg sunnanmegin viđ Heljarkamb. Ađ vísu var hún afar skemmtileg og eftirminnileg ţeim sem gaman höfđu ađ ćvintýrinu. Klönglast var niđur hrjúfan klett, skriđiđ í gegnum gat sem á honum er, fetađ hćgt og rólega í angist, tiplađ á fingurgómunum og blátám uns komiđ var niđur undir klettinn og út á kambinn sjálfan. Ţetta er örlítiđ stílfćrđ lýsing á ađferđunum en engu ađ síđur vel viđ hćfi ...

Eftir ađ Útivist byggđi skála á Fimmvörđhálsi ţótti ekki mega bíđa eftir ţví ađ ţessi leiđ vćri löguđ. Hinir bjartsýnustu héldu ţví fram ađ mikil aukning yrđi á nćstu árum í ferđum yfir Hálsinn. Eldri félagar brostu kankvíslega ađ okkur, sumir ranghvoldu í sér augunum út af ţessu mati okkar. Nóg um ţađ. Fjölgun göngufólks varđ miklu meiri en viđ áćtluđum og má gera ráđ fyrir ţví ađ á hverju ári fari hátt í fjörtíu ţúsund manns yfir Hálsinn.

921000-7

Ađ forgöngu tveggja fararastjóra Útivistar, Óla Ţórs Hilmarssonar og Reynis Ţórs Sigurđssonar, hélt um tíu manna hópur upp frá Básum og á Heljarkamb. Ţetta var í byrjun október 1992. Uppi á Morinsheiđi snjóađi og hundslappadrífa var viđ Heljarkamb.

Valin var leiđ vestan viđ áđurnefndan klett sem var farartálminn. Ţar var frekar bratt niđur en hoggnar voru tröppur í móbergiđ. Járnteinar voru barđir niđur í bergiđ og á ţá var keđja fest. Lá hún niđur međ klettinum og undir honum, um ţađ bil sextíu til sjötíu metra í allt.

Verkefniđ var frekar einfalt og fljótunniđ en gjörbreytti gönguleiđinni. Eftir ţetta var öruggara ađ fara ţarna um, ekki síst fyrir ţá sem eru lofthrćddir. 

921000-11

Efsta myndin var tekin í lok ágúst á síđasta ári. Ţarna hefur nú myndast nokkuđ traustur göngustígur. Keđjan er ţarna enn, ţeim til halds er á ţurfa ađ halda, og veitir líklega ekki af.

Hinar tvćr myndirnar voru teknar er vinnan viđ vegagerđina stóđ sem hćst. Tveir járkarlar eru á neđri myndinni, Reynir Sigurđsson, verkstjórinn, stendur međ járkarl í hönd og virđir fyrir sér verklag og ađstćđur.

Ég man eftir ţví er ţeir félagar Óli og Reynir sögđu mér frá fyrirhugađri vinnuferđ á Heljarkamb. Ég ćtlađi nú varla ađ nenna ađ fara međ, fannst tóm vitleysa ađ vera ađ breyta gönguleiđinni og ef ţađ ćtti ađ gera ţyrfti stórtćkari tćki en haka og skóflu. Ţarna, eins og svo oft áđur, hafđi ég rangt fyrir mér. Ţađ vissu félagar mínir og fannst ekkert meira tilvaliđ en ađ láta mig bera keđjurnar upp ađ Heljarkambi. Ţćr voru örugglega hátt í ţrjátíu kíló, jafnvel hundrađ eđa meira ... og voru hreinlega ađ sliga mig. En ég sagđi ekkert, bar mig eins og sönn hetja, vissi ađ ţeir biđu eftir ţví ađ ég gugnađi. Hetjudáđin var ţó ţess valdandi ađ ég var međ bakverk mörg ár á eftir ... minnir mig.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Skemmtileg lýsing og ekki síđur myndirnar gömlu Sigurđur. Ţau eru mörg handtökin sem Útivistarfélagar eiga á ţessari leiđ.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 23.7.2012 kl. 12:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband