Færeyingar mótmæla, ríkisstjórn Íslands þegir
20.7.2012 | 13:39
Nú bregður einnig undarlega við í þessari deilu allri. Færeyingar mótmæla með formlegum hætti hótunum ESB en hvað gera Íslendingar. Ekki neitt nema hvað ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins reyna í lengstu lög að þræta fyrir að refsiaðgerðir séu á borðinu eða að makríldeilan tefji svokallaðar aðildarviðræður. Sjálf Damanaki sjávarútvegsstjóri játar samt allt fúslega og það liggur milli línanna að hún muni launa stimamjúkum Íslendingum og fyrirhuguðum þegnum sínum með nokkrum makrílprósentum.Það að stórríki komist upp með að vera með hótanir er eitt og sér tilefni til formlegra mótmæla. Það er vitaskuld fáheyrt í samskiptum þjóða að hótunum um refsiaðgerðir sé ekki mótmælt. Fram til þessa hafa Íslendingar og Færingar staðið saman í að verja rétt sinn og hagsmuni í þessu máli. Það er því ódrengilegt ef að ESB sinnuð ríkisstjórn Íslands ætlar að skilja frændur vora Færeyinga eina eftir eftir í bardaganum.
Svo ritar Ragnar Arnalds á Vinstri vaktinni gegn ESB. Eins og svo oft áður hefur hann rétt fyrir sér. Þessi tilvitnun segir eiginlega allt sem segja þarf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hundseðlið gagnvart ráðstjórninni í Brussel er víst inni í stjórnarsáttmálanum.
Árni Gunnarsson, 20.7.2012 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.