Ættin sem bera af í gáfum eða ...

Konungsveldi á heima í ævintýrum, rétt eins og galdrakallar og -kellingar. Sá fyrsti sem er valinn kann að vera foringi, en genin vatnast út, erfingjar hans eru bara eins og allir aðrir. Konungsætt verður aldrei sú sem af ber af gáfum eða einhverjum hæfileikum. Hún er uppsafn af tildri og hégómaskap, geymsla á fortíðarþrá. Framar öllu er konungsveldið svo langt frá lýðræði sem mest má vera. Eða hvað?

Þversögnin í þessu er þó sú að þetta er það sem margar þjóðir óska sér, meirihlutinn getur ekki hugsað sér annað. Stærsti hluti Breta vill halda í drottninguna sína, tekur ástfóstri við niðja hennar, elskar og hatar þá á víxl eftir því hvernig þeir axla erfðir sínar.

Þannig er þetta ábyggilega eins með Norðmenn, Svía, Dani, Hollendinga, Spánverja og alla hina. Er Spánverjar losnuðu við Frankó tóku þeir upp konungsveldi, lýðræðislega.

Þannig er nú mannskepnan, tómar þversagnir. Persónulega finnst mér konungsveldi tómt rugl en viðurkenni um leið rétt annarra til að halda í þannig fyrirkomulag.


mbl.is Vilja að Noregur verði lýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband