Konur dæma Jóhönnu fyrir lagabrot

Gerir fólk sér grein fyrir því hversu alvarlegt það er fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að fengið á sig dóm í héraðsdómi Reykjavíkur? Þar var hún dæmd til greiðslu miskabóta vegna þess að hún sýndi umsækjanda um starf í ráðuneytinu lítilsvirðingu.

Gerir fólk sér grein fyrir því hversu alvarlegt það er fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að hafa að áliti kærunefndar jafnréttismála brotið jafnréttislög vegna þess að hún skipaði karl en ekki konu sem skrifstofustjóra í ráðuneyti sínu?

Ef til vill skiptir eftirfarandi ekki höfuðmáli en segir nú sitthvað um stöðu konunar í embætti forsætisráðherra: Í kærunefndinni sitja tvær konur og einn karl. Dómari í héraðsdómi Reykjavíkur í málinu gegn Jóhönnu var kona. Sem sagt kona brýtur jafnréttislög og er dæmd af konum fyrir vikið. Getur málið verið verra?

Jú, konan sem brotið var á er samfylkingarmaður rétt eins og forsætisráðherrann. Skiptir það einhverju máli?

Það þykir öðrum samfylkingarmanni sem kallar það súrrealístiskt. Stefán Ólafsson, prófessor, hefur haft það að atvinnu sinni að hafa í stjórnmálaþátttöku sinni endaskipti á sannleikanum eftir því hverja hann gagnrýnir. Viðmiðunin er sú að Samfylkingin hafi alltaf rétt fyrir sér. 

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur ekki beðist afsökunar á lagabrotum sínum. Sér ekki brot sín ekki frekar en að Stefán Ólafsson getur séð þau. Hún lét árangsurslaust „rýnihóp“ fara yfir úrskurð nefndarinnar í þeirri von að finna eitthvert haldreipi fyrir sig. Stefán telur að sök málsins sé hjá kærunefndinni. Og að hætti Jóhönnu vill hann láta gera úttekt á starfsháttum nefndarinnar líklega í því skyni að finna eitthvert haldreipi fyrir formann sinn.

Hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum myndi svona dómur þýða aðeins eitt, afsögn forsætisráðherrans. En auðvitað segir hann ekki af sér. Ráðherrann hefur þolað alvarlegri kárínur svo sem tap í þjóðaratkvæðagreiðslum án þess að hún hafi hugleitt afsögn.Það breytir því ekki að áður en konan varð forsætisráðherra vílaði hún ekki fyrir sér að krefjast afsagnar annarra ráðherra lentu þó ekki í jafn alvarlegum jafnréttismálum. 

Björn Bjarnason, fyrrum alþingismaður og dómsmálaráðherra, ritar á heimasíðu sinni afskaplega fróðlega grein um málið. Í henni ber hann saman brot Jóhönnu og dóm hennar við það er hann skipað karl sem hæstaréttardómara en ekki konu og fékk fyrir vikið á sig álit frá kærunefndinni. Eins og fram kemur í grein Björns er hér ólíku saman að jafna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stjórnsýslan er orðin svo rotin og ógeðsleg að fólki er farið að blöskra, og þegar svona stórkostleg brot eiga sér stað, gerist það að siðferðisstuðullinn lækkar.  Og það er að koma í ljós þessar vikurnar og mánuðina.  Siðleysi forystumanna stjórnarinnar er orðið algjört og grímulaust.  Það smitar út frá sér út í allt samféalgið.  Verst er hve lítið menn gefa fyrir eigin reputation, að láta sig hafa það að skrifa allskonar vitleysur til að bjarga þessum vesælu rössum ráðamanna.  Þar eru nokkrir tilnefndir, Þórólfur Matthíasson, Baldur Þórhallsson, Eiríkur Bergmann og Stefán Ólafsson.  Þeir bera ekki mikla virðingu fyrir stöðum sínum að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2012 kl. 11:39

2 identicon

Já, þetta er íhugunarvert.  Ég hugsa að margir vilja fá fimmta hæfasta umsækjandann samkvæmt matsnefnd í stað mannsins sem metinn var hæfastur.  Við viljum ekki fá of hæfar manneskjur í stjórnsýsluna.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 18:36

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er rangt hjá þér í kaldhæðni þinni, H.T. Bjarnason. Konan sem brotið var á var ekki númeri fimm í röðinni. Í úrskurði kærunefndarinnar, lið 85 segir:

„Af framangreindu er ljóst að sá sem skipaður var hafði hvorki menntun eða starfsreynslu umfram kæranda né sérþekkingu eða aðra þá hæfileika sem áttu að ráða úrslitum um skipun hans í embættið. Forsætisráðuneytið hefur ekki sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi ráðið því er sá sem embættið hlaut var skipaður en ekki kærandi. Þegar menntun kæranda, starfsreynsla og hæfni í þeim sérstöku hæfnisþáttum sem sérstaklega var óskað eftir er borin saman við sambærilega kosti þess sem embættið hlaut verður vart önnur ályktun dregin en að kærandi hafi í það minnsta verið jafn hæf og sá sem embættið hlaut.“

Og kærunefndin segir ennfremur í lið 87:

„Að öllu framangreindu virtu er það mat kærunefndar jafnréttismála að forsætisráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar því að gengið var fram hjá kæranda við skipun í embætti skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu, sbr. 4. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008. “

Ég held þú verðir að afla þér betri upplýsinga áður en þú fellir dóma. eða áttarðu þig ekki á því hvað um er að ræða. Þetta eru engar smávægilegar ávirðingar á forsætisráðherra. Og hún lætur sem ekkert sé.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.6.2012 kl. 21:23

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og nú er afsökuninn komin, það hefði allt orðið vitlaust ef konan hefði verið ráðin.  Einhvern tíma sagði Jón Baldvin fólk á ekki að líða fyrir að vera sonur ráðherrans... eða þannig.  Ef hún hefði valið konuna samkvæmt þeim leikreglum sem gilda, hefði hún ekki þurft að fara í skotgrafir, hún hefði getað varið þetta keik og stolt.  En það er ekki í Jóhönnu, hún er af allt öðru kaliberi og smærra í sniðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband